Námskrár

Stuðningsefni

Leita

Curriculum icon
Grunnskóli

Nýjasta útgáfa 2.1

Formáli

Almennur hluti

Greinasvið

Forsiða

Grunnskóli

Ábyrgð og skyldur nemenda, starfsfólks og foreldra
Kafli 13

Ábyrgð og skyldur nemenda, starfsfólks og foreldra

Mikilvægt er að allir í skólasamfélaginu kappkosti í sameiningu að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag sem felur í sér gagnkvæmt traust, virðingu og samábyrgð þar sem öryggi, vellíðan, heilbrigðar og hollar lífsvenjur eru hafðar að leiðarljósi.

13.1

Ábyrgð nemenda og skyldur

Hér er fjallað um ábyrgð nemenda og skyldur en þessi hugtök eru nátengd. Ekki er hægt að fjalla um skyldur nemenda án þess að fjalla jafnframt um ábyrgð. Réttindum fylgja skyldur og ábyrgð fylgir hvoru tveggja. Bæði er um að ræða einstaklingsábyrgð og samábyrgð. Hér er bæði átt við að nemandinn sem einstaklingur beri ábyrgð á sjálfum sér og gjörðum sínum annars vegar og hins vegar samábyrgð þar sem hann er hluti af hópi/ samfélagi og er þar með samábyrgur öðrum í hópnum/samfélaginu.

13.2

Ábyrgð og skyldur starfsfólks

13.3

Ábyrgð og skyldur foreldra

Eins og fram kemur í grunnskólalögum bera foreldrar ábyrgð á uppeldi barna sinna og bera ábyrgð á að þau innritist í skóla þegar þau komast á skólaskyldualdur og sæki skóla. Foreldrar gæta hagsmuna barna sinna og eiga að stuðla að því að þau stundi nám sitt. Foreldrar fylgist með námsframvindu barna sinna í samvinnu við þau og kennara þeirra og eiga að greina skólanum frá þeim atriðum sem kunna að hafa áhrif á námsframvindu, ástundun og hegðun. Foreldrar fái jafnframt tækifæri til að taka þátt í námi barna sinna, svo og í skólastarfinu almennt. Foreldrar skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum.