Námskrár

Stuðningsefni

Leita

Stuðningsefni

Mat og vitnisburður

Áherslur í námskrá

Náms- og kennsluskipulag.

Forsiða

Viðmiðunarstundatafla í íslensku sem öðru tungumáli

Viðmiðunarstundatafla í íslensku sem öðru tungumáli

Viðmiðunarstundatafla í íslensku sem öðru tungumáli

Í viðmiðunarstundatöflu eru metnar námsþarfir nemenda með íslensku sem annað tungumál í ýmsum námsgreinum út frá hæfnistigi í íslensku og aldri. Meta verður hvern einstakling sérstaklega, hér er einungis um leiðbeinandi viðmið að ræða. Meta þarf hvort nemendur þurfi aðlagaðar námsáætlanir í ákveðnum námsgreinum. Áætlanir í bóklegum námsgreinum skulu aðlagaðar út frá settum hæfni- og matsviðmiðum námsgreinanna þannig að nemendur geti náð þeirri færni og þekkingu sem stefnt er að. Nemendur koma til landsins með þekkingu í ýmsum námsgreinum og þurfa að eiga þess kost að nýta námsefni á eigin tungumáli ef hægt er en jafnhliða skal gefa þeim kost á að auka íslenskan orðaforða sinn og skilning á viðfangsefni námsgreina á íslensku, með hjálp stoðgagna, s.s.einfaldari texta, mynda, myndskeiða og fjölbreyttri orðaforðavinnu.

Veggspjöld | Hæfnirammar

Hæfnirammar úr kafla 19.4 Hæfniviðmið fyrir íslensku sem annað tungumál. Flokkunin er eftir hæfnistigum þ.e. frá forstigi – 3. stigs.