Mat og vitnisburður
Áherslur í námskrá
Náms- og kennsluskipulag.
Forsiða
NámsmatYfirvöld menntamála setja fram stefnu sína og ákvæði um námsmat í aðalnámskrá. Meginandi stefnu um námsmat hefur verið nokkurn veginn óbreyttur lengi. Þar hefur verið haft að leiðarljósi að námsmat sé hluti af námi og kennslu og nýta eigi stöðumat til að skipuleggja framhald náms og kennslu. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreyttar matsaðferðir sem hæfa markmiðum náms. Kennarar eru hvattir til að nýta formlegt og óformlegt mat og meta fleira en þekkingu nemenda, t.d. framfarir og leikni. Í umfjöllun námskrárinnar um námsmat hefur mikilvægi sjálfsmats nemenda og þátttöku þeirra í námsmati ávallt verið undirstrikað.
Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.
Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms.
Markmið skólastarfs eru margvísleg og hægt að fara ýmsar leiðir til að ná þeim og því verða matsaðferðir að vera fjölbreyttar. Þær verða að hæfa hæfniviðmiðum, endurspegla áherslur í kennslu og taka mið af nemendahópnum. Námsmat á að vera áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt gagnvart nemendum. Það þýðir að meta þarf alla þætti námsins, þekkingu, leikni og hæfni með hliðsjón af hæfniviðmiðum í aðalnámskrá.
Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 2011, bls. 54-55.
Í aðalnámskrá er lögð áhersla á þátttöku nemenda og að námsmat eigi að leiðbeina nemendum til að ná markmiðum sínum. Þessi áhersla er í samræmi við rannsóknir á áhrifum námsmats og því hvað eflir námsárangur nemenda.
Námskráin leggur áherslu á fjölbreyttar matsaðferðir sem meta alla þætti námsins, þekkingu, leikni og hæfni með hliðsjón af hæfniviðmiðum. Námsmat á að vera hluti af námi og kennslu og meta þarf fleira en bara þekkingu nemenda. Mikilvægt er einnig að líta á framfarir og leikni þeirra.
Þá kemur einnig fram í aðalnámskrá að meta eigi hæfni nemandans í samræmi við framsetningu námskrár á hæfniviðmiðum sem þar eru sett fram fyrir 4., 7. og 10. bekk.
Leiðsagnarmat er dæmi um aðferð sem eflir þátttöku nemenda og er leiðbeinandi um hvað þurfi til að ná þeirri hæfni sem stefnt er að.
First tab title
Test description for the first tab
Second tab title
Test description for the second tab
Third tab title
Test description for the third tab
First tab title
Test description for the first tab
Second tab title
Test description for the second tab
Third tab title
Test description for the third tab