Mat og vitnisburður
Áherslur í námskrá
Náms- og kennsluskipulag.
Forsiða
Aðalnámskrá leikskólaMennta- og barnamálaráðuneytið stóð fyrir 10 kynningarfundum um land allt vegna breytinga á aðalnámskrá leikskóla 2023. Hér er aðgengileg upptaka frá einum fundanna.
Glærur frá fundinum eru aðgengilegar hér fyrir neðan.
Starfshópur mennta- og barnamálaráðuneytis, með fulltrúum frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, Grunni félagi fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Kennaradeildar Háskólans á Akureyri og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vann tillögur að breytingum á köflum 7, 9 og 10 í aðalnámskrá leikskóla sem síðan voru kynntar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem allir landsmenn höfðu tækifæri til að senda inn athugasemdir. Tillaga um þessar breytingar kom frá starfshópi þáverandi mennta- og menningarmálaráðuneytis um styrkingu leikskólastigsins sem skilaði skýrslu í maí 2021.
Breytingarnar sem tóku gildi 1. september 2023 skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.
Sækja PDF