Mat og vitnisburður
Áherslur í námskrá
Náms- og kennsluskipulag.
Forsiða
HæfniHugtakið hæfni kom nýtt inn í aðalnámskrá grunnskóla 2011 en hafði áður verið notað á háskólastigi og einnig í framhaldsskólum. Með hæfni er átt við það hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni, það er hvað hann gerir með það sem hann veit (þekking) og getur (leikni). Hæfni er náskyld markmiðum sem hafa verið leiðarljós lengi. Meginmunurinn er að hæfni er alltaf nemendamiðuð og hæfniviðmið eru orðuð þannig að þau vísa til þess sem nemandi á að geta gert.
Almenn menntun miðar að því að efla sjálfsskilning einstaklingsins og hæfni hans til að leysa hlutverk sín í flóknu samfélagi. Nemendur þurfa að vita hvað þeir vita og hvað þeir geta og vita, hvernig best er að beita þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það.
Hæfni er þannig meira en þekking og leikni, hún felur einnig í sér viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköpunarmátt, félagsfærni og frumkvæði. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 2011, bls. 25.) Geta til að ráða við tiltekið viðfangsefni þannig að menn fái beitt til þess kröftum vits, tilfinninga og vilja og þeim þáttum færni, viðhorfa og gilda sem verkefnið krefst. (OECD (þýðing W. Edelst.))
HæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. nemanda felst í því hvernig hann nýtir þekkingu sína og leikni. Þekking er safn staðreynda, lögmála og aðferða. Leikni er að geta beitt aðferðum, verklagi og rökhugsun. Skólastarf byggist á að skapa námsaðstæður þar sem nemendur afla sér þekkingar á fjölbreytta vegu, svo sem með lestri, hlustun eða reynslu af athöfnum. Þar sem þeir öðlast leikni við notkun aðferða og verklags og hæfni til nýta hvort tveggja sem byggist einnig á viðhorfum, gildismati, sköpunarmætti, félagsfærni og frumkvæði.
Þekking, ég veit hverjir eru helstu orkugjafa jarðar og hvernig þeir eru nýttir.
Leikni, ég get rætt um margvíslega nýtingu orkuauðlinda og á hvern hátt hún hefur áhrif á vistkerfi jarðar.
Hæfni, ég umgengst umhverfi mitt og auðlindir með sjálfbærni í huga.
Sýn samfélagsins á hvaða þekkingu og leikni sé mikilvægt fyrir einstaklinga að hafa tileinkað sér og búa yfir við lok grunnskóla birtist í þeirri hæfni sem stefnt er að. Hæfnin er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. Námskráin setur fram vegvísa fyrir ákveðna áfanga í grunnskóla. Skólastarf þarf að taka mið af því sem stefnt er að og skapa aðstæður svo nemandinn geti öðlast hæfnina þannig að hann búi yfir henni að námi loknu.
Mat er víða byggt á lýsingum á þeirri hæfni sem stefnt er að hjá nemendum. Í alþjóðlegum könnunum er hæfni nemenda til dæmis metin og sjónum beint að færni ungmenna í að nýta eigin þekkingu og hæfileika til að takast á við raunveruleg verkefni. Í auknum mæli hefur áhersla verið lögð á hvað nemendur geta gert með það sem þeir læra í skólum en ekki eingöngu hvort þeir mæti lágmarkskröfum um vitneskju eða getu. Verkefnin reyna ekki aðeins á kunnáttu nemenda í námsgreinum heldur þurfa þeir einnig að greina frá eigin aðferðum við nám, mati á eigin árangri og viðhorfum til náms og námsaðferða.
Að beina sjónum að hæfni byggist á nýrri sýn á þekkingu og leikni. Þekkingar og leikni er aflað víðar en í skólum og hún getur legið víða, hjá nemanda jafnt sem kennara. Nám þarf að vera nemendamiðað, námshæfni er mikilvæg og skólastarf þarf að vera samþætt og sveigjanlegt. Ábyrgð nemenda eykst og leiðsagnarhlutverk kennara einnig.