Námskrár

Stuðningsefni

Leita

Stuðningsefni

Mat og vitnisburður

Áherslur í námskrá

Náms- og kennsluskipulag.

Forsiða

Lykilhæfni

Lykilhæfni

Hvað er lykilhæfni?

Í aðalnámskrá grunnskóla er útlistuð sú hæfni sem talin er nauðsynleg fyrir grunnmenntun allra barna á Íslandi. Við val á hæfniviðmiðum í námskránni er tekið mið af þeim áhersluatriðum sem sett eru í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og birtast skýrast í 2. og 24. grein. Grunnþættir menntunar hafa verið valdir og skilgreindir til að birta kjarnann í áherslum laganna á skýran hátt og er þeim ætlað að lita alla fleti skólastarfs.

Aðalnámskrá grunnskóla er líka samin með það í huga að framtíð barna sé óskrifuð og geti tekið á sig myndir sem við getum ekki fullkomlega séð fyrir. Lýðræðissamfélög nútímans einkennast af stöðugum og hröðum tækniframförum sem hafa áhrif á hvernig við lesum, lærum og störfum. Við vitum ekki í dag hvaða störf verða í boð fyrir börnin okkar í framtíðinni. Lykilhæfni hefur því verið skilgreind sem sú hæfni sem einstaklingar þurfa að hafa til að geta tekist á við stöðugar breytingar og óvissa framtíð í lýðræðislegu samfélagi.

Í aðalnámskrá grunnskóla er lykilhæfni skipulögð í fimm meginþáttum:

  • tjáning og miðlun,
  • skapandi og gagnrýnin hugsun,
  • sjálfstæði og samvinna,
  • nýting miðla og upplýsinga,
  • ábyrgð og mat á eigin námi.

Til að skoða hvernig lykilhæfnin fléttast inn í daglegt skólastarf getur verið gott að horfa á hana frá tveimur sjónarhornum sem við getum kallað þrönga og víða sýn á lykilhæfnina:

  • Þröng sýn á lykilhæfni felst í að skoða hvernig kennarar geta lagt inn, þjálfað og kennt lykilhæfni svo nemendur skilji mikilvægi hennar, læri að beita ákveðinni færni og tileinki sér hæfnina smám saman. Frá þessu sjónarhorni brjótum við lykilhæfnina niður í afmörkuð atriði sem hægt er að kenna og meta á markvissan hátt.
  • Víð sýn á lykilhæfni felst í að skoða hvernig hún er samþætt inn í allt daglegt starf skólans og skólabrag. Frá þessu sjónarhorni hugsum við um hvernig lykilhæfnin tengist grunnþáttum menntunar og hvernig hún tengist gildum skólans, samskiptavenjum og skólabrag og fléttast inn í allt nám nemenda.

Hér á eftir er fjallað um lykilhæfni frá þessum tveimur sjónarhornum, fyrst því víða og almenna en síðan hinu þrönga og nákvæma.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Lesið vel kaflann hér að ofan „Hvað er lykilhæfni?“ og hlustið á samtal um lykilhæfni í Hlaðvarpi Ásgarðs (tengill á þáttinn, um 22 mínútur). Í kjölfarið sest teymi kennara saman til að ræða saman um skilning sinn á lykilhæfninni. Gott getur verið að taka fyrst 3-5 mínútur í ígrundun einstaklinga, þar sem þeir svara spurningunum hér að neðan sjálfstætt. Í kjölfarið getur hópurinn komið saman og allir kynna svörin sín og rætt er hvaða atriði séu sameiginleg milli kennara í teyminu og hver séu ólík. Í lokin er gott að hópurinn dragi saman þau atriði sem þeim finnst mikilvægust varðandi lykilhæfnina og setji þau upp á sýnilegan hátt í vinnurými starfsfólks eða kennslurýmum. Gott er að tímasetja svona ígrundunarvinnu og gefa hópnum til dæmis 30 mínútur í samtal og samantekt. Ef hengja á upp niðurstöður er gott að fela ákveðnum aðilum uppsetningu og frágang á því eftir samtalið.

Ígrundun og verkefni

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvað finnst mér vera mikilvægast við lykilhæfnina í starfinu í mínum skóla?
  • Hvaða lykilhæfni hef ég lagt mesta áherslu á í starfi mínu með nemendum?
  • Hvaða lykilhæfni finnst mér erfiðast að vinna með? Hvernig gæti ég fundið aðstoð til að bæta úr því?

Kennarahópur situr i hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverjum og einum finnst hann vera óöruggur með eða þurfa aðstoð við varðandi lykilhæfni í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hinir hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar

Aðalnámskrá byggir á gildum sem stefnumótendur og skólafólk telja mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið sem heild. Hugtakið gildi vísar til þess sem er eftirsóknarvert og gott og fólk sækist eftir (Gunnar E. Finnbogason, tölvupóstur til höfunda, 6. janúar 2025). „Íslenskt menntakerfi er sprottið úr og hefur einkennst af norrænum gildum lýðræðis og félagslegs jöfnuðar (Antikainen, 2006), en hefur sannarlega einnig orðið fyrir miklum áhrifum af alþjóðlegum stefnum og straumum.“ (Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2024). Í núgildandi námskrá er grunnþáttum menntunar ætlað mikilvægt hlutverk til að miðla þeim grunngildum sem skólum landsins er ætlað að byggja starf sitt á og miðla til nemenda. Grunnþættirnir eru sex: Læsi, sjálfbærni, sköpun, jafnrétti, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi. Gildin sem grunnþættirnir vísa til tengjast bæði ólíkum námsgreinum skólanna (vitsmunaleg gildi) en líka skólamenningu almennt, þeim samskiptaháttum sem skólar hlúa að og þeim persónulegu eiginleikum sem við viljum að farsælir borgarar búi yfir (sér-mannleg gildi).

Eva Harðardóttir (2024) fjallar um fjölbreytt gildi í skólastarfi þegar hún færir rök fyrir því að menntun eigi ekki bara að undirbúa börn fyrir framtíðina, hún eigi að hafa gildi í sjálfu sér. Hún segir, í anda grunnþátta menntunar, að nemendur eigi að hafa frelsi „til að læra úr ólíkum áttum og aflæra það sem ekki gagnast [þeim] lengur. Frelsi til að gera tilraunir, æfa [sig], gera mistök og reyna aftur. Frelsi til að skapa, gagnrýna, ígrunda og mynda [sér] skoðun. Frelsi til að upplifa, taka þátt og umbreyta. Frelsi til að lifa með öðru fólki á grunni fjölbreytileika.“ Skólabragurinn sem Eva lýsir í þessum texta er umvafinn af grunnþáttum menntunar. Í aðalnámskrá er það síðan lykilhæfnikaflinn sem hjálpar kennurum að átta sig á hvernig þeir vinna með gildin og grunnþætti menntunar í daglegu starfi. Góð lykilhæfni sýnir að einstaklingur skilur og lifir samkvæmt þeim gildum sem birtast í grunnþáttum menntunar. Með grunnþáttunum er lögð áhersla á að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Lykilhæfniviðmiðin í aðalnámskrá grunnskóla sundurliða þessa þekkingu, leikni og viðhorf og skýra í hverju hæfnin felst.

Lykilhæfniviðmiðin í aðalnámskrá grunnskóla hjálpa kennurum að skapa skóla sem er vettvangur persónulegs vaxtar, lýðræðislegrar samkenndar, fjölbreytileika, frelsis og merkingarbærs náms óháð því hvaða textar og viðfangsefni eru sett á dagskrá hverju sinni. Tengsl lykilhæfninnar og grunnþátta menntunar eru fjölbreytt og gagnvirk. Lykilhæfnin byggir á grunnþáttum menntunar og er birtingarmynd þeirra í skólastarfi. Allir kaflar lykilhæfninnar tengjast grunnþáttunum á margvíslega vegu. Þó erfitt sé að gera tæmandi grein fyrir þessum tengslum verður hér á eftir lýst inntaki þeirra fimm lykilhæfniþátta sem skilgreindir eru í aðalnámskrá grunnskóla og gefin dæmi um tengingar lykilhæfninnar við grunnþættina og áhersluatriði grunnskólalaga.

Tjáning og miðlun | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum um tjáningu og miðlun er lögð áhersla á hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á fjölbreyttari hátt. Í þessu felst meðal annars hæfni til að miðla þekkingu sinni og leikni, flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum. Hér er um að ræða hæfni sem er grundvallaratriði til að hver og einn geti rætt mannréttindi sín og varið þau þegar þörf er á. Tjáning eigin hugsana gegnir mikilvægu hlutverki í sjálfsmynd og sjálfsþekkingu einstaklingsins og þar með heilbrigði og velferð hans. Það er líka jafnréttismál að allir fái tækifæri til að tjá tilfinningar sínar og skilning svo að raddir forréttindahópa stýri ekki alfarið hvaða upplýsingar og gildi tekin eru til skoðunar. Jöfn þátttaka allra í samræðum er grundvallaratriði í lýðræðislegum vinnubrögðum og gegnir lykilhlutverki í menntun til sjálfbærni. Með þjálfun í tjáningu og miðlun fær ungt fólk verkfæri til að verða virkir þátttakendur í að skapa saman betri framtíð. Hægt er að gefa nemendum tækifæri til að tjá og miðla skoðunum, tilfinningum og þekkingu á ótal vegu og á skapandi hátt. Tal og ritmál eru ekki einu tjáningarleiðirnar heldur líka mikilvægt að rækta myndmál nemenda og tjáningu þeirra með tónlist, hreyfingum og á leikrænan hátt. Það er grundvallaratriði fyrir læsi hverrar manneskju að hún kunni að miðla hugsunum sínum og bera þær saman við hugsanir annarra, texta og önnur gögn sem skoðuð eru. Samspil eigin hugsana og ytra áreitis er lykillinn að lesskilningi, að einstaklingurinn byggi ofan á orðaforða sinn og hugarstarf og nýti lestur til að víkka út skilning sinn og heimsmynd.

Skapandi og gagnrýnin hugsun | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum um skapandi og gagnrýna hugsun er lögð áhersla á hæfni nemenda til skapandi hugsunar og frumkvæðis í efnistökum og úrvinnslu. Einnig hæfni nemenda til að greina og vinna úr gögnum, draga ályktanir, hafa áræði til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu. Sköpun og gagnrýni eru tvær hliðar á sama peningi hugsunarinnar því sköpun nærir gagnrýnina og gagnrýni nærir sköpunina. Sú hugarfærni sem lýst er í lykilhæfnikaflanum er grundvallaratriði í læsi sem krefst góðrar ályktunarfærni, að lesandinn geti sett nýja texta í samhengi við fyrri skilning og kunni að meta gæði staðreynda og skoðana sem koma fram í textum. Gagnrýnin hugsun er nauðsynleg til að lýðræðislegir ferlar virki eins og þeim ber og að bent sé á þegar mannréttindum einstaklinga er ógnað. Hún er forsenda þess að minnihlutahópar fái hlustun og að sjónarmið þeirra fái vægi á jafnréttisgrundvelli. Skapandi hugsun snýst ekki bara um listræna tjáningu heldur líka um sköpun hugmynda og tengsla, að horfa út fyrir boxið í leit að nýjum lausnum. Í leit að sjálfbærum lausnum vandamála er skapandi og gagnrýnin hugsun nauðsynleg og mikilvægt að börn séu virkjuð í rannsóknir á ólíkum hliðum sjálfbærra samfélaga svo þau geti tekið þátt í aðgerðum til úrbóta. Mikilvægt er að vinna að þessum háleitu markmiðum með þjálfun í skapandi og gagnrýninni hugsun því framtíðarhagsmunir barna eru í húfi, heilbrigði þeirra og velferð.

Sjálfstæði og samvinna | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum sjálfstæði og samvinna er lögð áhersla á hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. Allt skólastarf felur í sér sjálfstæði eða samvinnu og mikilvægt að kennarar séu meðvitaðir um jafnvægið milli þessara þátta í starfi nemenda. Sjálfstæð hugsun og ábyrgð einstaklinga á eigin vinnubrögðum eru mikilvæg fyrir almennan þroska, vellíðan, heilbrigði og velferð. Manneskjan er félagsvera og þrífst illa í einangrun. Það er því mikilvægt að huga að félagsþroska nemenda í öllu skólastarfi og vinna markvisst með hvernig börn takast á við samtöl, samskipti og samstarf. Ábyrgð í samstarfi er mikilvæg svo lýðræðisleg vinnubrögð virki sem skildi og mannréttindi allra séu virt. Börn efla slíka ábyrgð til dæmis með því að læra á raunhæfa verkaskiptingu og að taka sameiginlegar ákvarðanir á málefnalegan hátt. Góð samstarfsfærni felst í að gæta að ólíkum hagsmunum aðila og tryggja jafnrétti fólks með ólíkar þarfir og hæfileika. Samvinna er síðan, þegar vel tekst til, drifkraftur sköpunar bæði í nýsköpun hugmynda og framkvæmd þeirra í efnislegum og verklegum útfærslum. Samtal og samræða eru hornsteinn læsis því í gegnum samskipti fjölgar þeim tengingum sem einstaklingar búa yfir í hugsun sinni. Með þessum tengingum þroskast orðaforðinn og skilningur og þekking einstaklingsins dýpkar. Lykilhæfnin sjálfstæði og samvinna snýst ekki bara um að ólíkir einstaklingar geti unnið saman heldur líka að hver einstaklingur þroskist og dafni í náminu. Með réttu jafnvægi sjálfstæðis nemenda og samvinnu þeirra stuðlum við að því að innan skólanna þróist lærdómssamfélög sem hafa getu til að leita þekkingar og skilnings á sjálfum sér, öðrum og veröldinni allri og grípa til aðgerða eins og nauðsynlegt er til að byggja upp sjálfbær samfélög til framtíðar.

Nýting miðla og upplýsinga | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum nýting miðla og upplýsinga er lögð áhersla á hæfni nemenda til að nýta upplýsingar og margvíslega miðla á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt í þekkingarleit og úrvinnslu. Hæfniviðmið í kaflanum miðast einnig við að efla hæfni nemenda í fjölbreyttri miðlun upplýsinga. Mikil skörun er milli þessa undirkafla og greinasviðsins Upplýsinga- og tæknimennt og mikilvægt að kaflarnir séu notaðir samhliða í skólastarfi. Lykilhæfniviðmiðin lýsa í hverju miðlalæsi felst og gera kröfu um að horft sé á læsi í víðum skilningi. Með góðu miðlalæsi geta einstaklingar og hópar nýtt fjölbreytta texta og gögn sem birtast í ólíkum miðlum í leit að þekkingu og sköpun merkingar. Hæfni til að greina gæði upplýsinga er orðin mikilvæg til að grisja í burtu villandi efni sem getur haft neikvæð áhrif á skilning lesenda en líka sjálfsmynd, andlegt heilbrigði og velferð. Ástæða er til að skoða notkun miðla og upplýsinga frá sjónarhóli sjálfbærni til dæmis með því að velta fyrir sér spurningum um birtingarmyndir gagna á pappír eða í stafrænu formi. Mannréttindi á borð við friðhelgi einkalífs og rétt til að koma skoðunum sínum á framfæri vekja líka mikilvægar spurningar í tengslum við notkun miðla og upplýsinga. Hæfni í nýtingu og miðlun upplýsinga er nauðsynleg svo ungt fólk geti tekið þátt í umræðu um samfélagsmál og þeirri lausnaleit sem nauðsynleg er til að byggja upp sjálfbær samfélög. Kenna þarf nemendum fjölbreyttar leiðir til að nálgast gögn, til dæmis með talgervlum og gervigreind sem geta aukið verulega aðgang að upplýsingum fyrir einstaklinga með ólíkar þarfir. Þegar nemendur læra fjölbreyttari leiðir til að nálgast gögn ýtum við undir jafnrétti milli ólíkra hópa og gerum fleirum kleift að taka þátt í lýðræðislegum samtölum og ákvarðanatöku. Almenn notkun á stafrænum miðlum og fjölbreytni starfa kallar líka á að skólar kenni nemendum skapandi leiðir til að setja fram skoðanir og upplýsingar og að þau læri að nýta viðeigandi miðla við ólíkar aðstæður.

Ábyrgð og mat á eigin námi | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum ábyrgð og mat á eigin námi er lögð áhersla á hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi, leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu og tengja nám sitt við möguleg störf í framtíðinni. Í þessu felst meðal annars að geta sett raunhæf markmið, borið eigin frammistöðu saman við viðmið um árangur og að geta nýtt upplýsingar og endurgjöf til að finna bestu leiðirnar að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Þessir þættir skipta höfuðmáli fyrir námsvitund einstaklinga, að þeir læri að læra og kunni að fylgjast með framgangi í eigin námi. Sterk námsvitund eflir læsi og styrkir sjálfsmynd einstaklinga sem hefur síðan jákvæð áhrif á heilbrigði og velferð viðkomandi. Þegar einstaklingur þarf að horfast í augu við eigin frammistöðu og bera ábyrgð á henni lærir hann að horfa á sjálfan sig sem virkan aðila í samfélaginu sem umkringir hann. Nemandinn þarf að læra að meta eigin stöðu, hvort hún sé í samræmi við hans eigin mannréttindi og annarra og stuðli að jafnrétti allra í hópnum. Þau þurfa að bera ábyrgð á sínu framlagi til lýðræðislegrar umræðu og virða þær niðurstöður sem hópurinn kemur sér saman um. Slík sjálfsábyrgð er forsenda þess að einstaklingar taki alvarlega stöðu sína í samfélögum sem þurfa að gera betur til að ná þeirri sjálfbærni sem nauðsynleg er fyrir borgara framtíðar. Sú sjálfsþekking sem lykilhæfnin um ábyrgð og mat á eigin námi stefnir að er líka forsenda fyrir því að einstaklingur sjái hvort hann er sjálfstæður og skapandi í verkum sínum eða fylgir öðrum í ógagnrýninni blindni.

Lykilhæfni og námshæfni

Góð lykilhæfni nýtist börnum ekki bara til að verða öflugir borgarar í samfélagi framtíðarinnar, hún nýtist þeim líka til að verða sterkir námsmenn í skólanum sem þeir stunda hverju sinni. Í kafla 2.3 í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um mikilvægi þess að skólar þjálfi námshæfni nemenda markvisst og hæfniviðmið um lykilhæfni eru verkfæri til að ná því markmiði.

Með þjálfun í lykilhæfni læra nemendur að sækja sér nýja þekkingu og leikni og beita henni. Þau fá þjálfun í að vera ábyrgir og skapandi í þekkingarleit sinni, ígrunda og rökstyðja. Með því að nýta hæfniviðmið um ábyrgð og mat á eigin námi samhliða öllum viðfangsefnum í skólastarfinu eflum við námshæfni nemenda því þau læra að þekkja eigin styrkleika og veikleika og öðlast færni til að taka ákvarðanir á þeim grunni. Þessi hæfni er undirstaða góðrar námsvitundar (e. meta-cognition), að nemendur læri að læra og geti útskýrt fyrir öðrum hvað og hvernig þau læri.

Þjálfun námshæfni | Námsumhverfi og verkefnavinna

Til að þjálfa námshæfni nemenda vel þarf að skipuleggja örvandi námsumhverfi og fjölbreytta verkefnavinnu eins og fjallað er um í 17. kafla aðalnámskrár grunnskóla. Viðfangsefni eiga að tengjast menningu samfélagsins, umhverfi barna og ungmenna og daglegu lífi. Nemendur þurfa að fá fjölbreytt tækifæri til að beita hæfni sinni í margvíslegum verkefnum á uppbyggilegan hátt. Gæta verður þess að nemandinn samþætti þekkingu sína og leikni, samtímis því sem þau þjálfast í samskiptum sem byggjast á virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti. Gæta verður þess einnig að nemandinn æfist í að tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt.

Þjálfun námsvitundar og lykilhæfni | Leiðsagnarmat

Aðferðir leiðsagnarmats henta sérstaklega vel til að efla námsvitund og lykilhæfni nemenda. Í leiðsagnarmati er áhersla lögð á að nemendur viti að hvaða hæfniviðmiðum þau stefna í náminu og taki þátt í að skilgreina námsmarkmið. Nemendur bera reglulega saman eigin stöðu og stöðu jafningja gagnvart hæfniviðmiðunum og fá endurgjöf frá kennurum sem þau geta nýtt til að taka næstu skref og efla hæfni sína enn meira. Þessi vinnubrögð þjálfa marga lykilhæfniþætti og efla námshæfni á markvissan hátt. Skýringar og leiðbeiningar um leiðsagnarmat má meðal annar nálgast í stuðningsefni á vef Aðalnámskrár.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Eftir lestur á kaflanum „Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar“ og „Lykilhæfni og námshæfni“ geta teymi kennara borið saman skilning sinn á tengslum lykilhæfni og grunnþáttanna. Gott getur verið að taka fyrst 3-5 mínútur í ígrundun einstaklinga, þar sem þeir svara spurningunum hér að neðan sjálfstætt. Í kjölfarið getur hópurinn komið saman, allir kynna svörin sín og ræða hvar séu tækifæri til úrbóta. Gott er að tímasetja svona ígrundunarvinnu og gefa hópnum til dæmis 20 mínútur í samtal. Að þeim loknum er mikilvægt að draga niðurstöðu saman og aðgerðabinda hana til dæmis með því að ákveða eitt verkefni sem hópurinn getur unnið innan tveggja vikna með það að markmiði að efla stöðu grunnþáttanna í daglegu starfi.

Ígrundun og verkefni

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvernig skil ég setninguna „Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar“?
  • Hvernig flétta ég grunnþætti menntunar inn í allt skólastarf? Hvernig get ég fléttað grunnþætti menntunar inn í afmörkuð verkefni nemenda? Samtöl við nemendur? Þemu? Námsumhverfi? Á annan hátt?
  • Verður einhver grunnþáttur útundan í mínu starfi? Ef já, hvernig get ég leitað leiða til að bæta úr því?

Skoðið umfjöllun um grunnþætti menntunar í skólanámskránni ykkar. Sést það sem þar er sagt í daglegu starfi? Ef ekki, hvernig getið þið bætt úr því? Þarf að breyta skólanámskránni? Þarf að breyta einhverju í starfi skólans?

Kennarahópurinn sest í hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverju og einu finnst það vera óöruggt með eða þurfa aðstoð við varðandi grunnþætti menntunar í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hin hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Grunnþættir menntunar og skólanámskrá

Skoðið umfjöllun um grunnþætti menntunar í skólanámskránni ykkar. Sést það sem þar er sagt í daglegu starfi? Ef ekki, hvernig getið þið bætt úr því? Þarf að breyta skólanámskránni? Þarf að breyta einhverju í starfi skólans?

Kennarahópurinn sest í hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverju og einu finnst það vera óöruggt með eða þurfa aðstoð við varðandi grunnþætti menntunar í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hin hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Verkefni | Lykilhæfni og grunnþættir menntunar

Skipuleggið stutt verkefni (1-2 kennslustundir) þar sem þið notið 1-3 lykilhæfniviðmið til að vinna með grunnþætti menntunar, einn eða fleiri grunnþátt. Ákveðið hvort þið látið verkefnið snúast um lykilhæfnina sérstaklega eða hvort þið nýtið líka hæfniviðmið úr greinanámskrá. Tímasetjið að lokum hvenær þið leggið verkefnið fyrir nemendur.

Verkefni | Lýðræði og mannréttindi í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að efla lýðræði og mannréttindi í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir lýðræðislega þátttöku allra nemenda. Dæmi um leiðir:

  • Láttu nemendur semja spurningar úr lesefni og setja síðan upp verkefni út frá þeim spurningum (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um skapandi og gagnrýna hugsun).
  • Gefðu nemendum val milli verkefna (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um ábyrgð og mat á eigin námi).

Haltu bekkjarfund. Undirbúðu fundinn með því að fá tillögur frá nemendum um hvað þau vilji helst ræða í hópnum. Ef nokkrar tillögur koma má halda leynilega atkvæðagreiðslu til að velja fyrsta umræðuefni (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um tjáningu og miðlun).

Verkefni | Jafnrétti í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka jafnrétti skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir jafnrétti allra aðila. Dæmi um leiðir:

  • Veljið kveikju úr bók Jóhanns Björnssonar og Björns Jóhannssonar Eru allir öðruvísi? sem kveikju að samræðu um jafnréttismál.
  • Gerið nafnlausa könnun á styrkleikum og veikleikum nemenda í bekknum. Látið alla nemendur hafa tvo miða sinn í hvorum litnum. Á annan miðann skrifa þau atriði sem þau telja sig góð í (t.d. að lesa, steikja egg, spila fótbolta) og á hinn miðann eitthvað sem þeim finnst þau þurfa hjálp við (t.d. að lesa, steikja egg, sjá, komast upp bratta stiga). Hengið alla miða upp á vegg, hvor litur af miðum sinn á hvoru svæðinu. Takið samræðu við nemendur um hvort og hvernig hægt sé að nota það sem stendur á styrkleikamiðunum til að aðstoða við það sem nefnt er á veikleikamiðunum.
  • Textar og verkefni í námsefninu Ég, þú og við öll – sögur og staðreyndir um jafnrétti bjóða upp á fjölbreyttar rannsóknir á jafnrétti í samfélaginu okkar.
Verkefni | Sjálfbærni í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka sjálfbærni í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir sjálfbærni innan skólans. Dæmi um leiðir:

  • Með teymi kennara: Veljið einn kafla úr gæðakönnuninni Sjálfbærni – Vegvísir. Framkvæmið það sem þið sjáið að þið getið sjálf gert.
    Komið ábendingum á framfæri við skólastjórnendur um það sem skólinn getur gert. Fáið nemendur í lið með að skrifa erindi til sveitarstjórnar eða annars stjórnvalds um atriði sem hægt er að bæta. Einnig er hægt að bjóða sveitarstjórnarfólki í samtal við nemendur um ákveðið málefni.
  • Skoðið námsefnið Sjálfbærni. Veljið eitt verkefni sem þið getið unnið með nemendum í þessum mánuði.
  • Skoðið sorphirðuna í skólanum. Hvaða flokkun er í boði? Flokka nemendur og starfsfólk sorp eins og tækifæri er til? Er efni í ruslafötum sem er hægt að nota sem hráefni í verkefnavinnu?
  • Skoðið úrval af námsefni á vef UNESCO skóla þar sem unnið er að sjálfbærnimenntun með tengingum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra menntun.
Verkefni | Heilbrigði og velferð í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka heilbrigði og velferð í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir heilbrigði nemenda og starfsfólks. Dæmi um leiðir:

  • Daglegur göngutúr er orðinn algengur í mörgum skólum. Í stuttu myndbandi á síðunni „Ferðalag um íslenskt skólakerfi – Sería 2“, segja nemendur og kennarar Dalvíkurskóla af hverju þeim finnst daglegur göngutúr mikilvægur.
  • Stuttar æfingar í núvitund, jóga eða annarri leikfimi hjálpa öllum að endurnýja starfsorku. Á vefnum Hreyfistund má nálgast fjölbreytta líkamsrækt í stuttum myndböndum og á vefnum Heillastjarna eru hundruð hugleiðsluverkefna í boði.
Verkefni | Sköpun í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka sköpun í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni í næstu viku til að ýta undir sköpun nemenda og starfsfólks. Dæmi um leiðir:

  • Skimaðu handbókina Skapandi skóli. Veldu eitt verkefni sem þú hefur ekki prófað áður og fléttaðu það inn í kennsluna þína í næstu viku.
  • Sjónarafl er námsefni frá Listasafni Íslands þar sem lögð er áhersla á að efla myndlæsi nemenda.
  • Gefðu nemendum tækifæri til að velja hvernig þau skila verkefnavinnu og sýndu þeim dæmi um skapandi skil. Svava Pétursdóttir hefur safnað hugmyndum að skapandi skilum á þessari vefsíðu.
  • Ef þetta er ekki sól – hvað er þetta þá?

Hjálpaðu nemendum að hugsa út fyrir boxið með einföldum teikniæfingum. Láttu alla nemendur hafa „post-it“ miða og skriffæri. Teiknaðu hálfa mynd upp á töflu, til dæmis hálfa sól eða hálft hús. Segðu nemendum að afrita myndina á post-it miðann sinn og klára hana svo án þess að teikna það sem er augljóst, sólina eða húsið. Gefðu nemendum 3-5 mínútur til að hugsa og teikna og svo líma allir myndina sína upp á vegg og hópurinn skoðar hvaða myndir urðu til.

Fjölbreytt læsisvinna í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka fjölbreytnina í læsisvinnu í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni í næstu viku til að dýpka lesskilning nemenda. Dæmi um leiðir:

  • Samræða út frá heimspekilegum texta. Hugrún er námsefni ætlað yngsta og miðstigi og Hvað heldur þú? er ætlað unglingastigi.
  • Orð dagsins, orðaveggir, hugtakakort og krossglímur eru dæmi um verkefni sem efla orðaforða nemenda sem er nauðsynleg undirstaða lesskilnings. Á vefnum Orð af orði má finna lýsingar á fjölda aðferða sem henta vel til orðaforðakennslu.
  • Ritun er mikilvæg til að efla læsi. Samtalsdagbækur geta verið góð leið til að fá nemendur til að skrifa á afslappaðan hátt, hugsa í texta án þess að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af stafsetningu og uppsetningu texta. Samtalsdagbækur felast í að nemandi skrifar kennaranum sínum dagbókarfærslu einu sinni í viku og kennarinn skrifar stuttlega til baka áður en næsta færsla er skrifuð af nemandanum. Jennifer Gonzales hefur lýst aðferðinni í bloggi á síðunni Cult of Pedagogy.

Greinasviðin fléttast utan um lykilhæfnina

Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að lykilhæfni sé kennd samhliða námi á öllum greinasviðum. Þar segir meðal annars í kafla 18.1 (endurskoðuð greinasvið 2024):

Í hverri námsgrein og námssviði skal leggja jöfnum höndum áherslu á hæfniviðmið lykilhæfni og sértæk hæfniviðmið viðkomandi námsgreinar eða námssviðs. Lykilhæfni á að endurspeglast í öllu námi og kennslu, viðfangsefnum og verklagi allra námsgreina og námssviða og skulu kennsluhættir miðast að því.

Mikilvægt er að líta ekki á lykilhæfnina sem viðbótar námsgrein heldur skoða hvernig hæfniviðmiðin þar geta hjálpað nemendum að tileinka sér góð vinnubrögð og námshæfni á greinasviðinu og í þverfaglegum verkefnum. Í skólum sem leggja áherslu á samþættingu námsgreina er lykilhæfni oft límið sem heldur verkefnunum í fókus. Það er gott að hafa það í huga að með hugmyndafræðinni að baki lykilhæfni er verið að ýta undir þverfaglegt skólastarf, samstarf kennara og teymisvinnu. Lykilhæfnin virðir ekki hefðbundin landamæri faggreina heldur hvetur okkur til að horfa á skipulag skólastarfs í mjög víðu samhengi.

Það er hægt að fara margar ólíkar leiðir til að tengja lykilhæfniviðmiðin inn í daglegt skólastarf og skilgreina hana í skólanámskrám. Hér að neðan er nokkrum þeirra lýst stuttlega.

  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og íslensku
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og erlendum tungumálum
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og list- og verkgreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og náttúrugreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og skólaíþrótta
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og samfélagsgreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og stærðfræði
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt

Lykilhæfni

Hvað er lykilhæfni?

Í aðalnámskrá grunnskóla er útlistuð sú hæfni sem talin er nauðsynleg fyrir grunnmenntun allra barna á Íslandi. Við val á hæfniviðmiðum í námskránni er tekið mið af þeim áhersluatriðum sem sett eru í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og birtast skýrast í 2. og 24. grein. Grunnþættir menntunar hafa verið valdir og skilgreindir til að birta kjarnann í áherslum laganna á skýran hátt og er þeim ætlað að lita alla fleti skólastarfs.

Aðalnámskrá grunnskóla er líka samin með það í huga að framtíð barna sé óskrifuð og geti tekið á sig myndir sem við getum ekki fullkomlega séð fyrir. Lýðræðissamfélög nútímans einkennast af stöðugum og hröðum tækniframförum sem hafa áhrif á hvernig við lesum, lærum og störfum. Við vitum ekki í dag hvaða störf verða í boð fyrir börnin okkar í framtíðinni. Lykilhæfni hefur því verið skilgreind sem sú hæfni sem einstaklingar þurfa að hafa til að geta tekist á við stöðugar breytingar og óvissa framtíð í lýðræðislegu samfélagi.

Í aðalnámskrá grunnskóla er lykilhæfni skipulögð í fimm meginþáttum:

  • tjáning og miðlun,
  • skapandi og gagnrýnin hugsun,
  • sjálfstæði og samvinna,
  • nýting miðla og upplýsinga,
  • ábyrgð og mat á eigin námi.

Til að skoða hvernig lykilhæfnin fléttast inn í daglegt skólastarf getur verið gott að horfa á hana frá tveimur sjónarhornum sem við getum kallað þrönga og víða sýn á lykilhæfnina:

  • Þröng sýn á lykilhæfni felst í að skoða hvernig kennarar geta lagt inn, þjálfað og kennt lykilhæfni svo nemendur skilji mikilvægi hennar, læri að beita ákveðinni færni og tileinki sér hæfnina smám saman. Frá þessu sjónarhorni brjótum við lykilhæfnina niður í afmörkuð atriði sem hægt er að kenna og meta á markvissan hátt.
  • Víð sýn á lykilhæfni felst í að skoða hvernig hún er samþætt inn í allt daglegt starf skólans og skólabrag. Frá þessu sjónarhorni hugsum við um hvernig lykilhæfnin tengist grunnþáttum menntunar og hvernig hún tengist gildum skólans, samskiptavenjum og skólabrag og fléttast inn í allt nám nemenda.

Hér á eftir er fjallað um lykilhæfni frá þessum tveimur sjónarhornum, fyrst því víða og almenna en síðan hinu þrönga og nákvæma.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Lesið vel kaflann hér að ofan „Hvað er lykilhæfni?“ og hlustið á samtal um lykilhæfni í Hlaðvarpi Ásgarðs (tengill á þáttinn, um 22 mínútur). Í kjölfarið sest teymi kennara saman til að ræða saman um skilning sinn á lykilhæfninni. Gott getur verið að taka fyrst 3-5 mínútur í ígrundun einstaklinga, þar sem þeir svara spurningunum hér að neðan sjálfstætt. Í kjölfarið getur hópurinn komið saman og allir kynna svörin sín og rætt er hvaða atriði séu sameiginleg milli kennara í teyminu og hver séu ólík. Í lokin er gott að hópurinn dragi saman þau atriði sem þeim finnst mikilvægust varðandi lykilhæfnina og setji þau upp á sýnilegan hátt í vinnurými starfsfólks eða kennslurýmum. Gott er að tímasetja svona ígrundunarvinnu og gefa hópnum til dæmis 30 mínútur í samtal og samantekt. Ef hengja á upp niðurstöður er gott að fela ákveðnum aðilum uppsetningu og frágang á því eftir samtalið.

Ígrundun og verkefni

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvað finnst mér vera mikilvægast við lykilhæfnina í starfinu í mínum skóla?
  • Hvaða lykilhæfni hef ég lagt mesta áherslu á í starfi mínu með nemendum?
  • Hvaða lykilhæfni finnst mér erfiðast að vinna með? Hvernig gæti ég fundið aðstoð til að bæta úr því?

Kennarahópur situr i hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverjum og einum finnst hann vera óöruggur með eða þurfa aðstoð við varðandi lykilhæfni í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hinir hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar

Aðalnámskrá byggir á gildum sem stefnumótendur og skólafólk telja mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið sem heild. Hugtakið gildi vísar til þess sem er eftirsóknarvert og gott og fólk sækist eftir (Gunnar E. Finnbogason, tölvupóstur til höfunda, 6. janúar 2025). „Íslenskt menntakerfi er sprottið úr og hefur einkennst af norrænum gildum lýðræðis og félagslegs jöfnuðar (Antikainen, 2006), en hefur sannarlega einnig orðið fyrir miklum áhrifum af alþjóðlegum stefnum og straumum.“ (Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2024). Í núgildandi námskrá er grunnþáttum menntunar ætlað mikilvægt hlutverk til að miðla þeim grunngildum sem skólum landsins er ætlað að byggja starf sitt á og miðla til nemenda. Grunnþættirnir eru sex: Læsi, sjálfbærni, sköpun, jafnrétti, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi. Gildin sem grunnþættirnir vísa til tengjast bæði ólíkum námsgreinum skólanna (vitsmunaleg gildi) en líka skólamenningu almennt, þeim samskiptaháttum sem skólar hlúa að og þeim persónulegu eiginleikum sem við viljum að farsælir borgarar búi yfir (sér-mannleg gildi).

Eva Harðardóttir (2024) fjallar um fjölbreytt gildi í skólastarfi þegar hún færir rök fyrir því að menntun eigi ekki bara að undirbúa börn fyrir framtíðina, hún eigi að hafa gildi í sjálfu sér. Hún segir, í anda grunnþátta menntunar, að nemendur eigi að hafa frelsi „til að læra úr ólíkum áttum og aflæra það sem ekki gagnast [þeim] lengur. Frelsi til að gera tilraunir, æfa [sig], gera mistök og reyna aftur. Frelsi til að skapa, gagnrýna, ígrunda og mynda [sér] skoðun. Frelsi til að upplifa, taka þátt og umbreyta. Frelsi til að lifa með öðru fólki á grunni fjölbreytileika.“ Skólabragurinn sem Eva lýsir í þessum texta er umvafinn af grunnþáttum menntunar. Í aðalnámskrá er það síðan lykilhæfnikaflinn sem hjálpar kennurum að átta sig á hvernig þeir vinna með gildin og grunnþætti menntunar í daglegu starfi. Góð lykilhæfni sýnir að einstaklingur skilur og lifir samkvæmt þeim gildum sem birtast í grunnþáttum menntunar. Með grunnþáttunum er lögð áhersla á að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Lykilhæfniviðmiðin í aðalnámskrá grunnskóla sundurliða þessa þekkingu, leikni og viðhorf og skýra í hverju hæfnin felst.

Lykilhæfniviðmiðin í aðalnámskrá grunnskóla hjálpa kennurum að skapa skóla sem er vettvangur persónulegs vaxtar, lýðræðislegrar samkenndar, fjölbreytileika, frelsis og merkingarbærs náms óháð því hvaða textar og viðfangsefni eru sett á dagskrá hverju sinni. Tengsl lykilhæfninnar og grunnþátta menntunar eru fjölbreytt og gagnvirk. Lykilhæfnin byggir á grunnþáttum menntunar og er birtingarmynd þeirra í skólastarfi. Allir kaflar lykilhæfninnar tengjast grunnþáttunum á margvíslega vegu. Þó erfitt sé að gera tæmandi grein fyrir þessum tengslum verður hér á eftir lýst inntaki þeirra fimm lykilhæfniþátta sem skilgreindir eru í aðalnámskrá grunnskóla og gefin dæmi um tengingar lykilhæfninnar við grunnþættina og áhersluatriði grunnskólalaga.

Tjáning og miðlun | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum um tjáningu og miðlun er lögð áhersla á hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á fjölbreyttari hátt. Í þessu felst meðal annars hæfni til að miðla þekkingu sinni og leikni, flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum. Hér er um að ræða hæfni sem er grundvallaratriði til að hver og einn geti rætt mannréttindi sín og varið þau þegar þörf er á. Tjáning eigin hugsana gegnir mikilvægu hlutverki í sjálfsmynd og sjálfsþekkingu einstaklingsins og þar með heilbrigði og velferð hans. Það er líka jafnréttismál að allir fái tækifæri til að tjá tilfinningar sínar og skilning svo að raddir forréttindahópa stýri ekki alfarið hvaða upplýsingar og gildi tekin eru til skoðunar. Jöfn þátttaka allra í samræðum er grundvallaratriði í lýðræðislegum vinnubrögðum og gegnir lykilhlutverki í menntun til sjálfbærni. Með þjálfun í tjáningu og miðlun fær ungt fólk verkfæri til að verða virkir þátttakendur í að skapa saman betri framtíð. Hægt er að gefa nemendum tækifæri til að tjá og miðla skoðunum, tilfinningum og þekkingu á ótal vegu og á skapandi hátt. Tal og ritmál eru ekki einu tjáningarleiðirnar heldur líka mikilvægt að rækta myndmál nemenda og tjáningu þeirra með tónlist, hreyfingum og á leikrænan hátt. Það er grundvallaratriði fyrir læsi hverrar manneskju að hún kunni að miðla hugsunum sínum og bera þær saman við hugsanir annarra, texta og önnur gögn sem skoðuð eru. Samspil eigin hugsana og ytra áreitis er lykillinn að lesskilningi, að einstaklingurinn byggi ofan á orðaforða sinn og hugarstarf og nýti lestur til að víkka út skilning sinn og heimsmynd.

Skapandi og gagnrýnin hugsun | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum um skapandi og gagnrýna hugsun er lögð áhersla á hæfni nemenda til skapandi hugsunar og frumkvæðis í efnistökum og úrvinnslu. Einnig hæfni nemenda til að greina og vinna úr gögnum, draga ályktanir, hafa áræði til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu. Sköpun og gagnrýni eru tvær hliðar á sama peningi hugsunarinnar því sköpun nærir gagnrýnina og gagnrýni nærir sköpunina. Sú hugarfærni sem lýst er í lykilhæfnikaflanum er grundvallaratriði í læsi sem krefst góðrar ályktunarfærni, að lesandinn geti sett nýja texta í samhengi við fyrri skilning og kunni að meta gæði staðreynda og skoðana sem koma fram í textum. Gagnrýnin hugsun er nauðsynleg til að lýðræðislegir ferlar virki eins og þeim ber og að bent sé á þegar mannréttindum einstaklinga er ógnað. Hún er forsenda þess að minnihlutahópar fái hlustun og að sjónarmið þeirra fái vægi á jafnréttisgrundvelli. Skapandi hugsun snýst ekki bara um listræna tjáningu heldur líka um sköpun hugmynda og tengsla, að horfa út fyrir boxið í leit að nýjum lausnum. Í leit að sjálfbærum lausnum vandamála er skapandi og gagnrýnin hugsun nauðsynleg og mikilvægt að börn séu virkjuð í rannsóknir á ólíkum hliðum sjálfbærra samfélaga svo þau geti tekið þátt í aðgerðum til úrbóta. Mikilvægt er að vinna að þessum háleitu markmiðum með þjálfun í skapandi og gagnrýninni hugsun því framtíðarhagsmunir barna eru í húfi, heilbrigði þeirra og velferð.

Sjálfstæði og samvinna | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum sjálfstæði og samvinna er lögð áhersla á hæfni nemenda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn. Allt skólastarf felur í sér sjálfstæði eða samvinnu og mikilvægt að kennarar séu meðvitaðir um jafnvægið milli þessara þátta í starfi nemenda. Sjálfstæð hugsun og ábyrgð einstaklinga á eigin vinnubrögðum eru mikilvæg fyrir almennan þroska, vellíðan, heilbrigði og velferð. Manneskjan er félagsvera og þrífst illa í einangrun. Það er því mikilvægt að huga að félagsþroska nemenda í öllu skólastarfi og vinna markvisst með hvernig börn takast á við samtöl, samskipti og samstarf. Ábyrgð í samstarfi er mikilvæg svo lýðræðisleg vinnubrögð virki sem skildi og mannréttindi allra séu virt. Börn efla slíka ábyrgð til dæmis með því að læra á raunhæfa verkaskiptingu og að taka sameiginlegar ákvarðanir á málefnalegan hátt. Góð samstarfsfærni felst í að gæta að ólíkum hagsmunum aðila og tryggja jafnrétti fólks með ólíkar þarfir og hæfileika. Samvinna er síðan, þegar vel tekst til, drifkraftur sköpunar bæði í nýsköpun hugmynda og framkvæmd þeirra í efnislegum og verklegum útfærslum. Samtal og samræða eru hornsteinn læsis því í gegnum samskipti fjölgar þeim tengingum sem einstaklingar búa yfir í hugsun sinni. Með þessum tengingum þroskast orðaforðinn og skilningur og þekking einstaklingsins dýpkar. Lykilhæfnin sjálfstæði og samvinna snýst ekki bara um að ólíkir einstaklingar geti unnið saman heldur líka að hver einstaklingur þroskist og dafni í náminu. Með réttu jafnvægi sjálfstæðis nemenda og samvinnu þeirra stuðlum við að því að innan skólanna þróist lærdómssamfélög sem hafa getu til að leita þekkingar og skilnings á sjálfum sér, öðrum og veröldinni allri og grípa til aðgerða eins og nauðsynlegt er til að byggja upp sjálfbær samfélög til framtíðar.

Nýting miðla og upplýsinga | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum nýting miðla og upplýsinga er lögð áhersla á hæfni nemenda til að nýta upplýsingar og margvíslega miðla á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt í þekkingarleit og úrvinnslu. Hæfniviðmið í kaflanum miðast einnig við að efla hæfni nemenda í fjölbreyttri miðlun upplýsinga. Mikil skörun er milli þessa undirkafla og greinasviðsins Upplýsinga- og tæknimennt og mikilvægt að kaflarnir séu notaðir samhliða í skólastarfi. Lykilhæfniviðmiðin lýsa í hverju miðlalæsi felst og gera kröfu um að horft sé á læsi í víðum skilningi. Með góðu miðlalæsi geta einstaklingar og hópar nýtt fjölbreytta texta og gögn sem birtast í ólíkum miðlum í leit að þekkingu og sköpun merkingar. Hæfni til að greina gæði upplýsinga er orðin mikilvæg til að grisja í burtu villandi efni sem getur haft neikvæð áhrif á skilning lesenda en líka sjálfsmynd, andlegt heilbrigði og velferð. Ástæða er til að skoða notkun miðla og upplýsinga frá sjónarhóli sjálfbærni til dæmis með því að velta fyrir sér spurningum um birtingarmyndir gagna á pappír eða í stafrænu formi. Mannréttindi á borð við friðhelgi einkalífs og rétt til að koma skoðunum sínum á framfæri vekja líka mikilvægar spurningar í tengslum við notkun miðla og upplýsinga. Hæfni í nýtingu og miðlun upplýsinga er nauðsynleg svo ungt fólk geti tekið þátt í umræðu um samfélagsmál og þeirri lausnaleit sem nauðsynleg er til að byggja upp sjálfbær samfélög. Kenna þarf nemendum fjölbreyttar leiðir til að nálgast gögn, til dæmis með talgervlum og gervigreind sem geta aukið verulega aðgang að upplýsingum fyrir einstaklinga með ólíkar þarfir. Þegar nemendur læra fjölbreyttari leiðir til að nálgast gögn ýtum við undir jafnrétti milli ólíkra hópa og gerum fleirum kleift að taka þátt í lýðræðislegum samtölum og ákvarðanatöku. Almenn notkun á stafrænum miðlum og fjölbreytni starfa kallar líka á að skólar kenni nemendum skapandi leiðir til að setja fram skoðanir og upplýsingar og að þau læri að nýta viðeigandi miðla við ólíkar aðstæður.

Ábyrgð og mat á eigin námi | Tengsl við grunnþætti menntunar

Í kaflanum ábyrgð og mat á eigin námi er lögð áhersla á hæfni nemenda til að bera ábyrgð á eigin námi, leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu og tengja nám sitt við möguleg störf í framtíðinni. Í þessu felst meðal annars að geta sett raunhæf markmið, borið eigin frammistöðu saman við viðmið um árangur og að geta nýtt upplýsingar og endurgjöf til að finna bestu leiðirnar að þeim markmiðum sem sett hafa verið. Þessir þættir skipta höfuðmáli fyrir námsvitund einstaklinga, að þeir læri að læra og kunni að fylgjast með framgangi í eigin námi. Sterk námsvitund eflir læsi og styrkir sjálfsmynd einstaklinga sem hefur síðan jákvæð áhrif á heilbrigði og velferð viðkomandi. Þegar einstaklingur þarf að horfast í augu við eigin frammistöðu og bera ábyrgð á henni lærir hann að horfa á sjálfan sig sem virkan aðila í samfélaginu sem umkringir hann. Nemandinn þarf að læra að meta eigin stöðu, hvort hún sé í samræmi við hans eigin mannréttindi og annarra og stuðli að jafnrétti allra í hópnum. Þau þurfa að bera ábyrgð á sínu framlagi til lýðræðislegrar umræðu og virða þær niðurstöður sem hópurinn kemur sér saman um. Slík sjálfsábyrgð er forsenda þess að einstaklingar taki alvarlega stöðu sína í samfélögum sem þurfa að gera betur til að ná þeirri sjálfbærni sem nauðsynleg er fyrir borgara framtíðar. Sú sjálfsþekking sem lykilhæfnin um ábyrgð og mat á eigin námi stefnir að er líka forsenda fyrir því að einstaklingur sjái hvort hann er sjálfstæður og skapandi í verkum sínum eða fylgir öðrum í ógagnrýninni blindni.

Lykilhæfni og námshæfni

Góð lykilhæfni nýtist börnum ekki bara til að verða öflugir borgarar í samfélagi framtíðarinnar, hún nýtist þeim líka til að verða sterkir námsmenn í skólanum sem þeir stunda hverju sinni. Í kafla 2.3 í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um mikilvægi þess að skólar þjálfi námshæfni nemenda markvisst og hæfniviðmið um lykilhæfni eru verkfæri til að ná því markmiði.

Með þjálfun í lykilhæfni læra nemendur að sækja sér nýja þekkingu og leikni og beita henni. Þau fá þjálfun í að vera ábyrgir og skapandi í þekkingarleit sinni, ígrunda og rökstyðja. Með því að nýta hæfniviðmið um ábyrgð og mat á eigin námi samhliða öllum viðfangsefnum í skólastarfinu eflum við námshæfni nemenda því þau læra að þekkja eigin styrkleika og veikleika og öðlast færni til að taka ákvarðanir á þeim grunni. Þessi hæfni er undirstaða góðrar námsvitundar (e. meta-cognition), að nemendur læri að læra og geti útskýrt fyrir öðrum hvað og hvernig þau læri.

Þjálfun námshæfni | Námsumhverfi og verkefnavinna

Til að þjálfa námshæfni nemenda vel þarf að skipuleggja örvandi námsumhverfi og fjölbreytta verkefnavinnu eins og fjallað er um í 17. kafla aðalnámskrár grunnskóla. Viðfangsefni eiga að tengjast menningu samfélagsins, umhverfi barna og ungmenna og daglegu lífi. Nemendur þurfa að fá fjölbreytt tækifæri til að beita hæfni sinni í margvíslegum verkefnum á uppbyggilegan hátt. Gæta verður þess að nemandinn samþætti þekkingu sína og leikni, samtímis því sem þau þjálfast í samskiptum sem byggjast á virðingu fyrir mannréttindum og jafnrétti. Gæta verður þess einnig að nemandinn æfist í að tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt.

Þjálfun námsvitundar og lykilhæfni | Leiðsagnarmat

Aðferðir leiðsagnarmats henta sérstaklega vel til að efla námsvitund og lykilhæfni nemenda. Í leiðsagnarmati er áhersla lögð á að nemendur viti að hvaða hæfniviðmiðum þau stefna í náminu og taki þátt í að skilgreina námsmarkmið. Nemendur bera reglulega saman eigin stöðu og stöðu jafningja gagnvart hæfniviðmiðunum og fá endurgjöf frá kennurum sem þau geta nýtt til að taka næstu skref og efla hæfni sína enn meira. Þessi vinnubrögð þjálfa marga lykilhæfniþætti og efla námshæfni á markvissan hátt. Skýringar og leiðbeiningar um leiðsagnarmat má meðal annar nálgast í stuðningsefni á vef Aðalnámskrár.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Eftir lestur á kaflanum „Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar“ og „Lykilhæfni og námshæfni“ geta teymi kennara borið saman skilning sinn á tengslum lykilhæfni og grunnþáttanna. Gott getur verið að taka fyrst 3-5 mínútur í ígrundun einstaklinga, þar sem þeir svara spurningunum hér að neðan sjálfstætt. Í kjölfarið getur hópurinn komið saman, allir kynna svörin sín og ræða hvar séu tækifæri til úrbóta. Gott er að tímasetja svona ígrundunarvinnu og gefa hópnum til dæmis 20 mínútur í samtal. Að þeim loknum er mikilvægt að draga niðurstöðu saman og aðgerðabinda hana til dæmis með því að ákveða eitt verkefni sem hópurinn getur unnið innan tveggja vikna með það að markmiði að efla stöðu grunnþáttanna í daglegu starfi.

Ígrundun og verkefni

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvernig skil ég setninguna „Lykilhæfni byggir á grunnþáttum menntunar“?
  • Hvernig flétta ég grunnþætti menntunar inn í allt skólastarf? Hvernig get ég fléttað grunnþætti menntunar inn í afmörkuð verkefni nemenda? Samtöl við nemendur? Þemu? Námsumhverfi? Á annan hátt?
  • Verður einhver grunnþáttur útundan í mínu starfi? Ef já, hvernig get ég leitað leiða til að bæta úr því?

Skoðið umfjöllun um grunnþætti menntunar í skólanámskránni ykkar. Sést það sem þar er sagt í daglegu starfi? Ef ekki, hvernig getið þið bætt úr því? Þarf að breyta skólanámskránni? Þarf að breyta einhverju í starfi skólans?

Kennarahópurinn sest í hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverju og einu finnst það vera óöruggt með eða þurfa aðstoð við varðandi grunnþætti menntunar í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hin hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Grunnþættir menntunar og skólanámskrá

Skoðið umfjöllun um grunnþætti menntunar í skólanámskránni ykkar. Sést það sem þar er sagt í daglegu starfi? Ef ekki, hvernig getið þið bætt úr því? Þarf að breyta skólanámskránni? Þarf að breyta einhverju í starfi skólans?

Kennarahópurinn sest í hring og ígrundar hvaða þrjá þætti hverju og einu finnst það vera óöruggt með eða þurfa aðstoð við varðandi grunnþætti menntunar í starfi skólans. Farið er hringinn og kennarar lesa upp sínar vangaveltur, hin hlusta og bjóða sig fram í að aðstoða eða fólk parar sig saman í minni eða stærri hópa til að finna sameiginlegar lausnir.

Verkefni | Lykilhæfni og grunnþættir menntunar

Skipuleggið stutt verkefni (1-2 kennslustundir) þar sem þið notið 1-3 lykilhæfniviðmið til að vinna með grunnþætti menntunar, einn eða fleiri grunnþátt. Ákveðið hvort þið látið verkefnið snúast um lykilhæfnina sérstaklega eða hvort þið nýtið líka hæfniviðmið úr greinanámskrá. Tímasetjið að lokum hvenær þið leggið verkefnið fyrir nemendur.

Verkefni | Lýðræði og mannréttindi í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að efla lýðræði og mannréttindi í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir lýðræðislega þátttöku allra nemenda. Dæmi um leiðir:

  • Láttu nemendur semja spurningar úr lesefni og setja síðan upp verkefni út frá þeim spurningum (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um skapandi og gagnrýna hugsun).
  • Gefðu nemendum val milli verkefna (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um ábyrgð og mat á eigin námi).

Haltu bekkjarfund. Undirbúðu fundinn með því að fá tillögur frá nemendum um hvað þau vilji helst ræða í hópnum. Ef nokkrar tillögur koma má halda leynilega atkvæðagreiðslu til að velja fyrsta umræðuefni (hægt að nýta hæfniviðmið úr lykilhæfnikaflanum um tjáningu og miðlun).

Verkefni | Jafnrétti í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka jafnrétti skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir jafnrétti allra aðila. Dæmi um leiðir:

  • Veljið kveikju úr bók Jóhanns Björnssonar og Björns Jóhannssonar Eru allir öðruvísi? sem kveikju að samræðu um jafnréttismál.
  • Gerið nafnlausa könnun á styrkleikum og veikleikum nemenda í bekknum. Látið alla nemendur hafa tvo miða sinn í hvorum litnum. Á annan miðann skrifa þau atriði sem þau telja sig góð í (t.d. að lesa, steikja egg, spila fótbolta) og á hinn miðann eitthvað sem þeim finnst þau þurfa hjálp við (t.d. að lesa, steikja egg, sjá, komast upp bratta stiga). Hengið alla miða upp á vegg, hvor litur af miðum sinn á hvoru svæðinu. Takið samræðu við nemendur um hvort og hvernig hægt sé að nota það sem stendur á styrkleikamiðunum til að aðstoða við það sem nefnt er á veikleikamiðunum.
  • Textar og verkefni í námsefninu Ég, þú og við öll – sögur og staðreyndir um jafnrétti bjóða upp á fjölbreyttar rannsóknir á jafnrétti í samfélaginu okkar.
Verkefni | Sjálfbærni í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka sjálfbærni í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu í kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir sjálfbærni innan skólans. Dæmi um leiðir:

  • Með teymi kennara: Veljið einn kafla úr gæðakönnuninni Sjálfbærni – Vegvísir. Framkvæmið það sem þið sjáið að þið getið sjálf gert.
    Komið ábendingum á framfæri við skólastjórnendur um það sem skólinn getur gert. Fáið nemendur í lið með að skrifa erindi til sveitarstjórnar eða annars stjórnvalds um atriði sem hægt er að bæta. Einnig er hægt að bjóða sveitarstjórnarfólki í samtal við nemendur um ákveðið málefni.
  • Skoðið námsefnið Sjálfbærni. Veljið eitt verkefni sem þið getið unnið með nemendum í þessum mánuði.
  • Skoðið sorphirðuna í skólanum. Hvaða flokkun er í boði? Flokka nemendur og starfsfólk sorp eins og tækifæri er til? Er efni í ruslafötum sem er hægt að nota sem hráefni í verkefnavinnu?
  • Skoðið úrval af námsefni á vef UNESCO skóla þar sem unnið er að sjálfbærnimenntun með tengingum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra menntun.
Verkefni | Heilbrigði og velferð í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka heilbrigði og velferð í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni þinni í næstu viku til að ýta undir heilbrigði nemenda og starfsfólks. Dæmi um leiðir:

  • Daglegur göngutúr er orðinn algengur í mörgum skólum. Í stuttu myndbandi á síðunni „Ferðalag um íslenskt skólakerfi – Sería 2“, segja nemendur og kennarar Dalvíkurskóla af hverju þeim finnst daglegur göngutúr mikilvægur.
  • Stuttar æfingar í núvitund, jóga eða annarri leikfimi hjálpa öllum að endurnýja starfsorku. Á vefnum Hreyfistund má nálgast fjölbreytta líkamsrækt í stuttum myndböndum og á vefnum Heillastjarna eru hundruð hugleiðsluverkefna í boði.
Verkefni | Sköpun í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka sköpun í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni í næstu viku til að ýta undir sköpun nemenda og starfsfólks. Dæmi um leiðir:

  • Skimaðu handbókina Skapandi skóli. Veldu eitt verkefni sem þú hefur ekki prófað áður og fléttaðu það inn í kennsluna þína í næstu viku.
  • Sjónarafl er námsefni frá Listasafni Íslands þar sem lögð er áhersla á að efla myndlæsi nemenda.
  • Gefðu nemendum tækifæri til að velja hvernig þau skila verkefnavinnu og sýndu þeim dæmi um skapandi skil. Svava Pétursdóttir hefur safnað hugmyndum að skapandi skilum á þessari vefsíðu.
  • Ef þetta er ekki sól – hvað er þetta þá?

Hjálpaðu nemendum að hugsa út fyrir boxið með einföldum teikniæfingum. Láttu alla nemendur hafa „post-it“ miða og skriffæri. Teiknaðu hálfa mynd upp á töflu, til dæmis hálfa sól eða hálft hús. Segðu nemendum að afrita myndina á post-it miðann sinn og klára hana svo án þess að teikna það sem er augljóst, sólina eða húsið. Gefðu nemendum 3-5 mínútur til að hugsa og teikna og svo líma allir myndina sína upp á vegg og hópurinn skoðar hvaða myndir urðu til.

Fjölbreytt læsisvinna í skólastofunni

Finndu 2-4 leiðir til að auka fjölbreytnina í læsisvinnu í skólastofunni þinni. Gerðu að minnsta kosti eina breytingu á kennslunni í næstu viku til að dýpka lesskilning nemenda. Dæmi um leiðir:

  • Samræða út frá heimspekilegum texta. Hugrún er námsefni ætlað yngsta og miðstigi og Hvað heldur þú? er ætlað unglingastigi.
  • Orð dagsins, orðaveggir, hugtakakort og krossglímur eru dæmi um verkefni sem efla orðaforða nemenda sem er nauðsynleg undirstaða lesskilnings. Á vefnum Orð af orði má finna lýsingar á fjölda aðferða sem henta vel til orðaforðakennslu.
  • Ritun er mikilvæg til að efla læsi. Samtalsdagbækur geta verið góð leið til að fá nemendur til að skrifa á afslappaðan hátt, hugsa í texta án þess að þurfa alltaf að hafa áhyggjur af stafsetningu og uppsetningu texta. Samtalsdagbækur felast í að nemandi skrifar kennaranum sínum dagbókarfærslu einu sinni í viku og kennarinn skrifar stuttlega til baka áður en næsta færsla er skrifuð af nemandanum. Jennifer Gonzales hefur lýst aðferðinni í bloggi á síðunni Cult of Pedagogy.

Greinasviðin fléttast utan um lykilhæfnina

Í aðalnámskrá grunnskóla er lögð áhersla á að lykilhæfni sé kennd samhliða námi á öllum greinasviðum. Þar segir meðal annars í kafla 18.1 (endurskoðuð greinasvið 2024):

Í hverri námsgrein og námssviði skal leggja jöfnum höndum áherslu á hæfniviðmið lykilhæfni og sértæk hæfniviðmið viðkomandi námsgreinar eða námssviðs. Lykilhæfni á að endurspeglast í öllu námi og kennslu, viðfangsefnum og verklagi allra námsgreina og námssviða og skulu kennsluhættir miðast að því.

Mikilvægt er að líta ekki á lykilhæfnina sem viðbótar námsgrein heldur skoða hvernig hæfniviðmiðin þar geta hjálpað nemendum að tileinka sér góð vinnubrögð og námshæfni á greinasviðinu og í þverfaglegum verkefnum. Í skólum sem leggja áherslu á samþættingu námsgreina er lykilhæfni oft límið sem heldur verkefnunum í fókus. Það er gott að hafa það í huga að með hugmyndafræðinni að baki lykilhæfni er verið að ýta undir þverfaglegt skólastarf, samstarf kennara og teymisvinnu. Lykilhæfnin virðir ekki hefðbundin landamæri faggreina heldur hvetur okkur til að horfa á skipulag skólastarfs í mjög víðu samhengi.

Það er hægt að fara margar ólíkar leiðir til að tengja lykilhæfniviðmiðin inn í daglegt skólastarf og skilgreina hana í skólanámskrám. Hér að neðan er nokkrum þeirra lýst stuttlega.

  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og íslensku
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og erlendum tungumálum
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og list- og verkgreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og náttúrugreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og skólaíþrótta
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og samfélagsgreina
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og stærðfræði
  • Í vinnslu: Tengingar milli hæfniviðmiða í lykilhæfni og upplýsinga- og tæknimennt

Lykilhæfni fléttað inn í verkefnalýsingar

Margir kennarar hafa þann vana að flétta lykilhæfni inn í flesta verkefnavinnu nemenda, eitt til tvö viðmið með hverju verkefni í bland við hæfniviðmið námsgreinarinnar. Þetta er einföld leið til að fá nemendur til að hugsa um hvernig þau læra og vinna verkefnin um leið og þau nálgast hæfniviðmið námsgreinarinnar. Kennarar geta byrjað að nota eitt til þrjú lykilhæfniviðmið sem þeim finnst þægilegt að vinna með og nýtt þau eins og hentar með ólíkum verkefnum. Síðan geta þeir prófað sig áfram með þessa samþættingu og smám saman lært að nýta fleiri viðmið lykilhæfninnar til að efla vinnubrögð nemenda og styrkja námshæfni þeirra.

Í dæmum hér að neðan sjáum við hvernig kennarar hafa sett upp verkefnalýsingar með hæfniviðmiðum úr bæði námsgrein og lykilhæfni.

  • Í vinnslu: Ritunarverkefni um íþrótt sem samþættir íslensku, skólaíþróttir og lykilhæfni
  • Í vinnslu: Náttúrufræðiverkefni frá grunnskólakennara
Þemavinna

Þegar nám nemenda er skipulagt í nokkrum þemum yfir skólaárið getur verið gott að setja fókus á ákveðin lykilhæfniviðmið í hverju þema. Með því að gera lykilhæfniviðmið sýnileg nemendum í daglegu starfi og veita þeim endurgjöf á þá hæfni sem þau sýna í þemavinnunni verður lykilhæfnin smám saman sjálfsagður hluti af námi nemenda. Í þemaverkefnum gefast líka tækifæri til að slá saman skyldum hæfniviðmiðum af ólíkum greinasviðum til dæmis um flutning nemenda á verkefnum, gagnrýna hugsun eða heimildanotkun. Á Námsgagnatorgi Asksins geta kennarar nálgast mikinn fjölda samþættra verkefna fyrir öll stig grunnskólans þar sem lykilhæfniviðmið eru lögð til grundvallar vinnu að hæfniviðmiðum á greinasviðum námskrárinnar.

Dæmi um þemaverkefni

Í vinnslu: Þemaverkefni um táknkerfi sem samþættir íslensku, stærðfræði og lykilhæfni

Sameiginlegur lykilhæfnikafli í skólanámskrá

Í Stapaskóla í Reykjanesbæ hafa kennarar á unglingastigi sameinast um uppsetningu á hæfniviðmiðum fyrir lykilhæfni og upplýsingamennt í skólanámskránni (sjá á vef Stapamix). Hver fagkennari las í gegnum hæfniviðmið á greinasviðinu sínu og tók út þaðan þau hæfniviðmið sem voru mjög skyld lykilhæfniviðmiðum. Kafli með lykilhæfniviðmiðum stækkaði talsvert en allir kennarar nota hann á sama hátt, með því að flétta hæfniviðmiðin þaðan inn í allar verkefnalýsingar til nemenda. Kennurunum finnst mikill kennslutími sparast á þennan hátt því í stað þess að ólíkir kennarar væru að kenna til dæmis heimildanotkun í sinni kennslustofu, þá sameinast kennarar um hæfniviðmið og kennslu á þessu sviði og vísa allir til sömu hæfniviðmiða í daglegu starfi með nemendum.

Dæmi um skólanámskrá

Í vinnslu: Lykilhæfni og UT í skólanámskrá – DÆMI

Lykilhæfni sem vinnueinkunn

Margir kennarar tengja lykilhæfnina við það sem áður var kallað viðhorf og vinnubrögð og metið sem hluti af lokaeinkunn í hverri námsgrein. Lykilhæfniviðmiðin lýsa þeirri námshæfni sem nemendur eiga að tileinka sér og henta mjög vel til að þjálfa ábyrgð þeirra, hugarfærni, vinnubrögð og samstarfsfærni. Í Álftanesskóla má sjá dæmi (kennsluáætlanir á vef skólans) um hvernig lykilhæfniviðmið eru tengd inn í kennsluáætlanir í öllum faggreinum á unglingastigi og með áherslum í tengslum við grunnþætti menntunar í öllum árgöngum skólans.

Mikilvægt er að skoða vel hvernig lykilhæfniviðmiðin eru notuð innan faggreinanna. Það er til dæmis ekki viðeigandi að draga lokaeinkunn nemanda í námsgrein niður ef hann/hún hefur ekki sýnt góða lykilhæfni, til dæmis litla virkni í kennslustundum. Vanvirknin getur stafað af því að viðfangsefni kennslustundanna eru of auðveld fyrir nemandann og þess vegna sýni hann/hún áhugaleysi. Í stað þess að nota lykilhæfniviðmið sem hluta af lokamati er betra að hugsa þau í samhengi leiðsagnarmats og leggja áherslu á þau í samtölum við nemendur og aðstandendur um vinnubrögð, viðhorf og framvindu náms. Reynsla kennara sýnir að slök lykilhæfni nemenda veldur slökum námsárangri og á hinn bóginn er góð lykilhæfni forsenda betri árangurs í náminu.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Lestur og ígrundun

Lesið grein Meyvants Þórólfssonar (2003) Tími, rúm og orsakasamband, nám sem félagsleg hugsmíði. Ræðið efni greinarinnar og setjið í samhengi við eigin reynslu úr kennslunni.

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvernig getur kennari séð og unnið með forhugmyndir nemenda?
  • Hvaða lykilhæfniviðmið hjálpa kennurum að vinna með forhugmyndir nemenda?
  • Hvaða tengsl getum við fundið milli lykilhæfniviðmiða og hæfniviðmiða á greinasviðunum? Hvernig er hægt að sameina þessi hæfniviðmið í skólanámskrá skólans?
Myndband og ígrundun

Horfið á myndbandið Key points on teaching key competencies (10:05 mín). Ræðið um efnið og setjið í samhengi við eigið starf.

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvaða átta atriði eru í myndbandinu sögð mikilvæg við kennslu lykilhæfni (frá mínútu 5:04)?
  • Hvernig tengjast gildi skólans okkar lykilhæfniviðmiðunum?
  • Hver af þessum atriðum lýsa skipulagi kennslu í skólanum þínum?
  • Hvaða þætti vantar í starfið ykkar? Er ástæða til að taka þessi atriði upp í ykkar kennslu? Af hverju/af hverju ekki? Ef ástæða er til breytinga, hverju þarf þá að breyta?

Nám, kennsla og mat á lykilhæfni

Umræða um lykilhæfni með nemendum er forsenda þess að þeir geri sér grein fyrir að hverju þeir eru að stefna. Að efla lykilhæfni nemenda er samstarfsverkefni allra kennara nemandans og nemandans sjálfs. Hver kennari hefur í huga að skapa nemendum námsaðstæður sem stuðla að því að efla lykilhæfni þeirra.

Í kafla hér ofar um tengsl lykilhæfninnar við grunnþætti menntunar er fjallað um hvernig kennslu í lykilhæfni er ætlað að miðla mikilvægum gildum til nemenda. Það er ekki einfalt mál að kenna gildi og það verkefni einskorðast aldrei við skólann heldur vinnst í neti skóla, frístundastarfs, heimila og samfélagsins alls (Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson, 2024). Við kennslu lykilhæfninnar þarf kennarinn að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir því að hann beri ekki einn ábyrgð á verkefninu heldur komi bara að því frá sínu afmarkaða sjónarhorni. Lykilhæfniviðmið aðalnámskrár gefa vísbendingu um hvers konar hæfni styður nemendur til velgengni í námi og starfi. En þessi hæfniviðmið, rétt eins og hægt er að segja um öll námsmarkmið, verða aldrei tæmandi lýsing á því hvað felst í því að vera góður nemandi, öflugur starfsmaður eða einstaklingur með fullnægjandi hæfni á tilteknu sviði (Atli Harðarson, 2019).

Aðalnámskrá grunnskóla | Matsviðmið

Í aðalnámskrá grunnskóla eru ekki gefin matsviðmið eins og gert er í köflum 19.-26. þar sem ólík greinasvið eru til umfjöllunar. Ein ástæða fyrir þessu er að það er mjög erfitt að setja mælistiku á lykilhæfnina, hún er oft huglægari en hæfni á greinasviðunum og lýtur ekki lögmálum matskvarða á sama hátt og við á þegar þekking eða leikni er metin. Það er til dæmis útilokað að segja í eitt skipti fyrir öll að nemandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum því slíkt sjálfstæði fer eftir aðstæðum. Einstaklingur sem er orðinn mjög sjálfstæður við reikning á samlagningardæmum í stærðfræði getur verið fullkomlega ósjálfbjarga frammi fyrir margföldun eða öðrum viðfangsefnum sem hann hefur enn ekki náð tökum á. Á sama tíma og lykilhæfnin á að gegnsýra allt nám nemenda þá má hún ekki verða bara tæknilegt viðfangsefni eins og getur gerst ef við smættum hana alfarið niður í hæfni- og matsviðmið. Þegar við vinnum með lykilhæfni nemenda verður að vera svigrúm til að fjalla manneskjuna í víðu samhengi persónunnar, þeirra gilda sem umvefja hana og tengslum hennar við samfélagið sem hún tilheyrir. Lykilhæfninni er ætlað að vera leiðarljós á vegferð menntunarinnar, varða veginn að því markmiði að börn verði lærdómsfúsar og góðar manneskjur. En það er ekki auðvelt að mæla hvenær það hefur tekist og jafnvel beinlínis óviðeigandi. Það er því betra að setja ekki of mikla áherslu á slíkt mat (Atli Harðarson 2019, Schaffar, B., 2021).

Lykilhæfni í stundaskrá nemenda

Í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði hafa kennarar á unglingastigi sett lykilhæfni á stundaskrá nemenda sem sérstaka námsgrein þótt þeir tengi hana líka skýrt við gildi skólans og skólabrag. Ástæðan fyrir því að kennarar hafa valið að afmarka lykilhæfnina eins og hún væri faggrein er að þeir telja það skýra betur fyrir nemendum og foreldrum í hverju lykilhæfnin felst og hvert mikilvægi hennar er. Kennurunum þykir mikilvægt að nemendur fái endurgjöf og námsmat í lykilhæfni því það auki virðingu nemenda og foreldra fyrir þessu mikilvæga hæfnisviði. Nánar má lesa um verkefnið í grein í Skólaþráðum.

Lykilhæfni í námsvísi árganga

Í Brekkuskóla á Akureyri er gerð góð grein fyrir því hvernig unnið er með lykilhæfnina í hverjum árgangi skólans, sjá námsvísa. Í skólanum er búið að skilgreina vel hvaða lykilhæfniviðmið unnið er með í hverjum árgangi og í námsvísi eru dæmi um hvernig hæfniviðmiðin eru brotin niður í námsmarkmið sem sýna skýrar hvað nemendur gera til að þjálfa lykilhæfnina.

Tillögur að ígrundun kennara og umbótaverkefnum

Fyrirmyndar vinnubrögð | Lykilhæfni

Veljið eitt eða fleiri af myndböndunum sem sýna fyrirmyndar vinnubrögð kennara í Ástralíu. Horfið saman og ræðið síðan hvaða lykilhæfni er þjálfuð í verkefninu sem fjallað er um.

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Hvaða hæfniviðmið er hægt að tengja við verkefni nemendanna í myndbandinu?
  • Hvernig fléttar kennarinn lykilhæfni inn í daglegt starf með nemendum?

Myndböndin:

Góðar leiðir við námsmat | Lykilhæfni

Horfið á myndbandið Good practice in assessing key competencies (7:45 mín)

Dæmi um ígrundunarspurningar:

  • Af hverju hentar lokamat (t.d. próf) illa til að meta lykilhæfni?
  • Hvaða aðferðir, af þeim sem nefndar eru í myndbandinu, hefur þú notað í þinni kennslu?
  • Í aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi eru ekki gefin matsviðmið fyrir lykilhæfni. Hvernig er hægt að meta lykilhæfnina í daglegu starfi þrátt fyrir að matsviðmið séu ekki gefin í aðalnámskrá grunnskóla?

Dæmi um verkefnavinnu í kennarateymi:

  • Veljið eina af aðferðunum sem nefndar eru í myndbandinu sem þið hafið ekki prófað að nota áður. Skipuleggið hvernig þið getið nýtt þessa aðferð á næstu 2-3 vikum í starfi ykkar með nemendum.

Skoðið stuðningsefni um leiðsagnarmat á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. /www.adalnamskra.is. Hvað getið þið nýtt af þeim hugmyndum sem þar koma fram?

Heimildir

Heimildaskrá

Antikainen, A. (2006). In search of the Nordic model in education. Scandinavian Journal of Educational Research, 50(3), 229–243. https://doi.org/10.1080/00313830600743258

Atli Harðarson. (2019). Tvímælis: Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2019. https://netla.hi.is/tvimaelis-heimspeki-menntunar-og-skolakerfi-nutimans/

Eva Harðardóttir. (2024). Menntakerfi í krísu? Skólaþræðir – tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2024/10/26/menntakerfi-i-krisu/

Jónsson, Ó. P., Demant-Poort, L., Wolff, L-A., Witzel Clausen, S., Walk-Johansson, E., Oras, R. og Gunnarsdóttir, G. J. (2024). Sustainability education in the Nordic countries. The Nordic council of ministers. https://pub.norden.org/nord2024-038/nord2024-038.pdf

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2011 með síðari breytingum). Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. https://adalnamskra.is/adalnamskra-grunnskola

Mennta- og barnamálaráðuneytið. (2024). Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið. https://adalnamskra.is/adalnamskra-grunnskola

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Nám til framtíðar – Um grunnþætti menntunar. Höfundur. https://mms.is/namsefni/nam-til-framtidar-um-grunnthaetti-menntunar

Meyvant Þórólfsson. (2003). Tími, rúm og orsakasamband. Nám sem félagsleg hugsmíði. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. https://vefsafn.is/is/20201017180805/https:/netla.hi.is/greinar/2003/001/index.htm

Guðríður Sveinsdóttir. (2022). Ég hef lært að meta lykilhæfnina betur eftir því sem ég hef unnið meira með hana. Skólaþræðir, tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2022/12/28/eg-hef-laert-ad-meta-lykilhaefnina-betur/

Gunnar E. Finnbogason. (2016). Lyklar framtíðar. Lykilhæfni í menntastefnu Íslands og Evrópu. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sérrit 2016 – Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku. https://netla.hi.is/serrit/2016/menntun_mannvit_og_margbreytileiki_greinar_fra_menntakviku/002.pdf

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson. (2023). Farsæld sem markmið menntunar: Ákall um aðgerðir. Tímarit um uppeldi og menntun, 32(1-2), 83-106. https://doi.org/10.24270/tuuom.2023.32.5

Lög um grunnskóla nr. 91/2008. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Nanna Kristín Christiansen. (2021-2022). Leiðsagnarnám, hvers vegna, hvernig, hvað? Höfundur. https://leidsagnarnam.is/

Ólöf Ása Benediktsdóttir, Óðinn Ásgeirsson og Páll Pálsson. (2022). Að þjálfa nemendur í framtíðarhæfni – tilraun á unglingastigi Hrafnagilsskóla. Skólaþræðir – tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun. https://skolathraedir.is/2022/01/23/framtidarhaefni/

Schaffar, B. (2021). Competent uses of competence: On the difference between a value-judgment and empirical assessability. Nordic journal of studies in educational policy, 7(2), 55-64. https://doi.org/10.1080/20020317.2021.1958993

Lykilhæfni | Aðalnámskrá 2013

Tjáning og miðlun | Veggspjöld til útprentunar

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Skapandi hugsun og frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemenda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu.

Skapandi og gagnrýnin hugsun | Veggspjöld til útprentunar

Sjálfstæði og samvinna

Hæfni til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn.

Sjálfstæði og samvinna | Veggspjöld til útprentunar

Nýting miðla og upplýsinga

Hæfni nemenda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.

Nýting miðla og upplýsingar | Veggspjöld til útprentunar

Ábyrgð og mat á eigin námi

Hæfninemenda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Ábyrgð og mat á eigin námi | Veggspjöld til útprentunar

Lykilhæfni eftir árgöngum

Hér má nálgast hæfniviðmið allra lykilhæfniþátta fyrir 4., 7. og 10. bekk.

Lykilhæfni | Yfirlitsspjöld

Hér má nálgast yfirlitsspjöld fyrir hvern lykilhæfniþátt. Á hverju spjaldi eru hæfniviðmið fyrir 4., 7. og 10. bekk.

Lykilhæfni | Borðspjöld