Mat og vitnisburður
Áherslur í námskrá
Náms- og kennsluskipulag.
Forsiða
AðalnámskráAðalnámskrá setur fram fyrirmæli stjórnvalda um skólastefnu, að hverju skólaganga barna og ungmenna eigi að stefna og hvaða þekkingu, leikni og hæfni stjórnvöld telja mikilvæg til framtíðar. Aðalnámskrá er leiðarvísir sem stýrir allri menntun og kennslu í skólastarfi.
Aðalnámskrá er annars vegar sett fram í almennum hluta og hins vegar í greinasvið.
Almenni hlutinn leggur grunn að hlutverki skóla, fagmennsku kennara og sýn á almenna menntun. Þar koma meðal annars fram stefnumótandi áhersluþættir svo sem grunnþættir menntunar, megináherslur í námi og kennslu, inntaki og skipulagi náms, tilhögun námsmats og mats á skólastarfi.
Greinasviðin setja fram nánari umfjöllun um þá hæfni sem stefnt er að með skólastarfinu innan ákveðins námssviðs eða námsgreinar. Í námskránni er þetta sett fram sem hæfniviðmið.
Lykilhæfni tengist öllum námssviðum og setur fram þá hæfni sem ætlað er að stuðla að alhliða þroska nemenda. Greinasviðin og lykilhæfnin eru sett fram á samræmdan hátt. Fjallað er um menntagildi og megintilgang greinarinnar eða sviðsins og sett eru fram hæfniviðmið sem stefna á að við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Hverri námsgrein eða greinasviði fylgir kafli um kennsluhætti og námsmat og loks eru sett fram matsviðmið við lok grunnskóla. Matsviðmið hafa einnig verið sett fram fyrir íslensku, stærðfræði og erlend tungumál við lok 4. og 7. bekkjar.