Námskrár

Stuðningsefni

Leita

Curriculum icon
Grunnskóli

Nýjasta útgáfa 2.1

Formáli

Almennur hluti

Greinasvið

Forsiða

Grunnskóli

Nám og kennsla
Kafli 7

Nám og kennsla

Í þessum kafla eru dregnar fram megináherslur um nám og kennslu sem eiga að stuðla að því að hver nemandi nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Þessi atriði eiga að vera leiðandi í skólastarfi og vera kennurum og stjórnendum skóla leiðsögn við skipulag náms og kennslu. Hver skóli útfærir þessi atriði nánar í skólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.Námskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskráAðalnámskráNámskrá, gefin út af yfirvöldum menntamála, sem kveður á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs á landsvísu. Aðalnámskrá útfærir nánar ákvæði laga um námsgreinar og námssvið, og segir til um áherslur og vægi. Aðalnámskrá er stjórntæki til að fylgja eftir ákvæðum laga um skólastarf og er ætlað að samræma nám og kennslu að því marki sem þörf er talin á. Aðalnámskrá er hin opinbera stefna, skólanámskrá byggir á aðalnámskrá og er löguð að stefnu hvers skóla, bekkjarnámskrá byggir á aðalnámskrá og skólanámskrá og gildir fyrir hvern bekk eða námshóp. grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmatNámsmatMat á árangri nemenda í námi sem skipulagt hefur verið með hliðsjón af aðalnámskrá út frá hæfniviðmiðum., starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla. tekur mið af sérstöðu skóla. og kennarar í undirbúningi og framkvæmd kennslu.

7.1

Nám við hæfi hvers og eins

Í 2. grein laga um grunnskóla er lögð áhersla á það meginhlutverk grunnskólans að stuðla að alhliða þroska allra nemenda. Í þessu felst krafan um að nám sé á forsendum hvers og eins nemanda og fari fram í hvetjandi námsumhverfi þar sem hann finnur til öryggis og fær notið hæfileika sinna.

Nám í grunnskóla tekur mið af þroska, persónugerð, hæfileikum, getu og áhugasviði hvers og eins. Við allt skipulag skólastarfs og kennslu ber að leggja þessi atriði til grundvallar. Það gerir kröfur um að kennari leggi sig fram um að kynnast hverjum þeim nemanda sem hann kennir, meti stöðu hans í námi og hafi bæði nemanda og foreldra hans með í ráðum um þau markmið sem stefnt skal að hverju sinni. Leggja skal áherslu á að foreldrar fylgist með námsframvindu barna sinna.

7.2

Jöfn tækifæri til náms

Í grunnskóla eiga allir nemendur rétt á að stunda nám við sitt hæfi. Tækifærin eiga að vera jöfn óháð atgervi og aðstæðum hvers og eins. Þess er því gætt að tækifærin ráðist ekki af því hvort nemandi er af íslensku bergi brotinn eða af erlendum uppruna. Þau eru óháð því hvort um drengi eða stúlkur er að ræða, hvar nemandi býr, hverrar stéttar hann er, hvaða trúarbrögð hann aðhyllist, hver kynhneigð hans er, hvernig heilsufari hans er háttað eða hvort hann býr við fötlun eða hverjar aðstæður hans eru.

7.3

Nám í skóla án aðgreiningar

Á grunnskólastigi eiga allir nemendur rétt á að stunda skyldunám í almennum grunnskólum án aðgreiningar sem öll börn eiga rétt á að sækja. Með skóla án aðgreiningar er átt við grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir hvers og eins með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Í skóla án aðgreiningar er gengið út frá því að allir fái jöfn eða jafngild tækifæri til náms og að námið sé á forsendum hvers einstaklings. Í skóla án aðgreiningar ríkir ákveðið viðhorf sem einkennist af virðingu fyrir rétti allra nemenda til virkrar þátttöku í námssamfélagi heimaskóla óháð atgervi þeirra og stöðu. Þessi grundvallarhugmyndafræði í skólastarfi hér á landi felur í sér alhliða hlutdeild, aðgengi og þátttöku allra nemenda í skólastarfinu. Menntun án aðgreiningar er samfellt ferli sem hefur það að markmiði að bjóða upp á góða menntun fyrir alla. Borin er virðing fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum, hæfileikum og einkennum nemenda og leggja skal áherslu á að útrýma öllum gerðum mismununar og aðgreiningar í skólum.

Nemendahópur í grunnskóla er fjölbreyttur og þarfir þeirra mismunandi. Sveitarfélög skulu sjá til þess að skólaskyld börn, sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eða eru vistuð hjá fósturforeldrum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu, fái sérstakan stuðning í skólastarfi í samræmi við sérþarfir þeirra eins og þær eru metnar. Nemendur með sérþarfir teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Bráðgerir nemendur og nemendur, sem búa yfir sérhæfileikum á vissum sviðum, eiga rétt á að fá námstækifæri við sitt hæfi. Þeir eiga að fá tækifæri til að þroska sérhæfileika sína og nýta tímann til hins ýtrasta með því að glíma við fleiri og flóknari markmið og krefjandi nám á eigin forsendum sem er þeim merkingarbært.

Ef foreldrar og sérfræðingar skóla meta aðstæður nemandans þannig að honum sé fyrir bestu að stunda nám í sérskóla geta foreldrar óskað eftir skólavistun í sérskóla tímabundið eða að öllu leyti. Í þessum efnum ráða hagsmunir barnsins.

7.4

Nemendur njóti bernsku sinnar

Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls. Mikilvægt er að halda við eðlislægri forvitni barnsins, hún er ein mikilvægasta forsenda alls náms. Leikurinn er leið ungra barna til að læra á heiminn og læra um heiminn. Miklu skiptir að leiknum sem námsaðferð sé gert hátt undir höfði í grunnskóla og sú áhersla einskorðist ekki við yngstu nemendurna. Í þessum rétti felst einnig að bernsku- og æskuárin hafa tilgang í sjálfu sér en eru ekki eingöngu undirbúningur frekara náms og starfa. Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eftir föngum. Nemendur eiga að geta komið á framfæri sjónarmiðum sínum í öllu almennu skólastarfi, t.d. með reglulegum umræðum í kennslustundum undir stjórn umsjónarkennara þegar tilefni gefast til. Einnig eiga nemendur að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fulltrúa sína í stjórn nemendafélags og skólaráði.

7.5

Hlutverk kennara

Meginhlutverk kennarans er kennslu- og uppeldisfræðilegt starf með nemendum, að vekja og viðhalda áhuga þeirra á námi, veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt og stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda. Þessu hlutverki má einnig lýsa sem forystuhlutverki; að vera leiðtogi í námi nemandans. Þetta felur í sér áherslu á að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður. Vönduð kennsla, sem lagar sig að þörfum og stöðu einstakra nemenda í skóla án aðgreiningar, eykur líkur á árangri. Mikilvægt er að kennarar vinni saman að menntun nemenda eftir því sem framast er kostur og að kennsla og uppeldi verði ekki aðgreind allt frá upphafi til loka grunnskóla.

Hver nemandi skal hafa umsjónarkennara. Umsjónarkennari tekur öðrum starfsmönnum fremur ábyrgð á námi nemenda sinna, þroska þeirra, líðan og velferð. Umsjónarkennari leggur sig fram um að kynnast nemendum sínum sem best, foreldrum þeirra og aðstæðum. Hann vinnur náið með þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjá, safnar saman upplýsingum og kemur þeim áleiðis innan skóla og til foreldra í þeim tilgangi að gera foreldrum kleift að taka þátt í ákvörðunum sem varða barn þeirra og skólastarfið. Umsjónarkennari gegnir lykilhlutverki í farsælu samstarfi heimila og skóla og er megintengiliður milli skóla og heimila.

7.6

Skólabragur

Nemendur þurfa að tileinka sér í daglegu lífi ýmsa þætti til þess að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi, þ. á m. samskiptahæfni, virðingu, umburðarlyndi og skilning á uppbyggingu lýðræðislegs þjóðfélags. Nemendur þurfa að læra að umgangast hvern annan og allt starfsfólk skóla í sátt og samlyndi og taka ábyrgð á eigin framkomu og hegðun og virða skólareglur. Leggja þarf áherslu á námsaga og sjálfsaga nemenda. Til þess að svo megi verða ber starfsfólki skóla í hvívetna að stuðla að góðum starfsanda og gagnkvæmri virðingu allra í skólanum í samstarfi við nemendur, foreldra og starfsfólk. Efla skal félagsfærni nemenda með því að skapa þeim tækifæri til virkrar þátttöku í skólastarfi. Jákvæður skólabragur er í eðli sínu forvarnarstarf og getur dregið úr neikvæðum samskiptum, s.s. einelti og öðru ofbeldi. Meðal grundvallarréttinda nemenda er að hafa vinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem bestum tökum á náminu og að kennslan nýtist þeim sem best. Því þarf að leggja áherslu á að skapa jákvæðan skólabrag í hverjum skóla og góðan vinnuanda í einstökum bekkjardeildum og námshópum.

7.7

Samstarf heimila og skóla

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinn og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.

7.8

Forvarnir

Grunnskólinn skal vinna markvisst að forvörnum og heilsueflingu þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda skólans. Lögð skal áhersla á almennar forvarnir, s.s. gagnvart tóbaki, áfengi, öðrum vímuefnum og annars konar fíkn, t.d. net- og spilafíkn. Mikilvægt er að allir grunnskólar komi sér upp forvarnaráætlun sem birt er í skólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.Námskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskráAðalnámskráNámskrá, gefin út af yfirvöldum menntamála, sem kveður á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs á landsvísu. Aðalnámskrá útfærir nánar ákvæði laga um námsgreinar og námssvið, og segir til um áherslur og vægi. Aðalnámskrá er stjórntæki til að fylgja eftir ákvæðum laga um skólastarf og er ætlað að samræma nám og kennslu að því marki sem þörf er talin á. Aðalnámskrá er hin opinbera stefna, skólanámskrá byggir á aðalnámskrá og er löguð að stefnu hvers skóla, bekkjarnámskrá byggir á aðalnámskrá og skólanámskrá og gildir fyrir hvern bekk eða námshóp. grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmatNámsmatMat á árangri nemenda í námi sem skipulagt hefur verið með hliðsjón af aðalnámskrá út frá hæfniviðmiðum., starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla. tekur mið af sérstöðu skóla.. Í forvarnaráætlun skal m.a. vera áætlun skólans í fíknivörnum og áfengis- og tóbaksvörnum, áætlun gegn einelti og öðru ofbeldi, áætlun í öryggismálum og slysavörnum og stefna í agastjórnun. Einnig skal koma fram með hvaða hætti skólasamfélagið hyggst bregðast við ef mál koma upp. Kynna skal forvarnaráætlun skólans öllum aðilum skólasamfélagsins, starfsfólki skóla, foreldrum og nemendum og birta í skólanámskrá.

7.9

Tengsl skóla og nærsamfélags

Mikilvægt er að skólar byggi upp virk tengsl við nærsamfélag sitt og stuðli þannig að jákvæðum samskiptum og samstarfi við einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. Þetta er mikilvægt til að auka fjölbreytni í námi, t.d. í valgreinum á unglingastigi og til þess að tengja nám nemenda veruleikanum í nærumhverfi þeirra svo það verði merkingarbærara. Þessi tenging snýr t.d. að umhverfi, menningu, listum, íþróttum, félags- og tómstundastarfi og atvinnulífi. Skólinn er oft hjarta byggðarlags þar sem kynslóðir mætast og má líkja við mannlífstorg borga og mikilvægt að skólar nýti möguleika sem bjóðast til að tengja saman ólíkar kynslóðir í samfélaginu. Það er því mikilvægt að virk og góð tengsl séu milli samfélagsins og skólans þar sem gagnkvæm virðing ríkir gagnvart þörfum og skyldum allra aðila. Í skólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla.Námskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskráAðalnámskráNámskrá, gefin út af yfirvöldum menntamála, sem kveður á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs á landsvísu. Aðalnámskrá útfærir nánar ákvæði laga um námsgreinar og námssvið, og segir til um áherslur og vægi. Aðalnámskrá er stjórntæki til að fylgja eftir ákvæðum laga um skólastarf og er ætlað að samræma nám og kennslu að því marki sem þörf er talin á. Aðalnámskrá er hin opinbera stefna, skólanámskrá byggir á aðalnámskrá og er löguð að stefnu hvers skóla, bekkjarnámskrá byggir á aðalnámskrá og skólanámskrá og gildir fyrir hvern bekk eða námshóp. grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmatNámsmatMat á árangri nemenda í námi sem skipulagt hefur verið með hliðsjón af aðalnámskrá út frá hæfniviðmiðum., starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. SkólanámskráSkólanámskráNámskrá sem gefin er út í einstökum skólum og er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla. tekur mið af sérstöðu skóla. skal gera grein fyrir því hvernig tengslum skólans við nærsamfélagið er háttað.

7.10

Sérfræðiþjónusta í grunnskólum

Sérfræðiþjónusta sveitarfélaga vegna grunnskóla beinist að því að efla grunnskóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og viðeigandi aðstoð við störf sín.

Sérfræðiþjónusta tekur annars vegar til stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra með hagsmuni nemenda að leiðarljósi og hins vegar til stuðnings við nemendur í grunnskólum og foreldra þeirra. Markmið með sérfræðiþjónustu sveitarfélaga er að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekkingÞekkingFræðilegt og hagnýtt safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða.ÞekkingÞekkingFræðilegt og hagnýtt safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða.Fræðilegt og hagnýtt safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða. nýtist sem best í skólastarfi. Við framkvæmd sérfræðiþjónustu skulu sveitarfélög leggja áherslu á forvarnarstarf til að stuðla markvisst að almennri velferð nemenda og til að fyrirbyggja vanda. Snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf í kjölfarið er mikilvæg til að sem fyrst sé hægt að bregðast við námslegum, félagslegum og sálrænum vanda og skipuleggja kennslu og stuðning, með starfsfólki skóla, þannig að það hæfi hverjum nemanda í skóla án aðgreiningar. Sérfræðiþjónustan á að mótast af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni nemenda óháð starfsstéttum sérfræðinga og hver veitir þjónustuna. Þannig skal velferð nemandans ávallt höfð að leiðarljósi.

Sérfræðiþjónustan skal styðja á fjölbreyttan hátt við starfsemi og starfshætti í skólum, starfsfólk þeirra og foreldra með ráðgjöf og fræðslu. Viðeigandi túlkaþjónusta er nauðsynleg til að tryggja að upplýsingar og ráðgjöf nýtist foreldrum og nemendum, því er mikilvægt að aðgengi að slíkri þjónustu sé gott.

Í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er áhersla á samfellu í skólagöngu nemenda. Því er mikilvægt að við framkvæmd sérfræðiþjónustunnar sé lögð áhersla á góða samfellu og heildarsýn sem birtist í markvissri upplýsingamiðlun um hagi nemenda þegar þeir fara á milli skólastiga. Nauðsynlegt er að ekki verði rof í menntun þeirra við tilfærsluna og tillit tekið til ákvæða laga um slíka upplýsingamiðlun milli skólastiga.

7.11

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf er lögbundinn hluti af sérfræðiþjónustu skóla. Náms- og starfsráðgjöf í grunnskóla felst í því að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Náms- og starfsráðgjöf felst í því að liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg. Mikilvægt er að nemendur fái aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum. Náms- og starfsráðgjafar geta aðstoðað nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeint þeim við áframhaldandi nám og starf. Jafnrétti ber að hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu með því að kynna piltum og stúlkum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi. Leitast skal við að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla- eða kvennastörf. Nauðsynlegt er að kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi.

7.12

Menningarlæsi

Ísland er lýðræðislegt samfélag þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögfestur. Samkvæmt sáttmálanum skulu öll börn njóta sömu réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra. Þessi ákvæði skulu endurspeglast í skólasamfélaginu þar sem réttur hvers og eins er virtur.

Skólasamfélagið skal einkennast af samvinnu, jöfnuði og lýðræði þar sem öllum líður vel, fjölbreytt menning fær að blómstra, hvatt er til virkrar þátttöku og raddir allra fá að heyrast. Leggja skal áherslu á að fjölmenningarleg gildi endurspeglist í verkefnavali, námsgögnum, náms- og kennsluaðferðum og vinnubrögðum í öllu skólastarfi. Eitt af meginhlutverkum grunnskólans samkvæmt markmiðsgrein laga um grunnskóla er að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi.

7.13

Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn

Góð móttaka nýrra nemenda með íslensku sem annað tungumál skiptir sköpum við upphaf skólagöngu. Skólum ber samkvæmt 16. gr. laga um grunnskóla að fylgja móttökuáætlun, sinni eigin eða sveitarfélagsins, sem byggir á bakgrunni nemenda, tungumálafærni og fyrri skólagöngu. Auk þess að taka mið af hæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar.HæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar.Hugtakið hæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikniLeikniLeikni er bæði vitsmunaleg og verkleg. Hún felur í sér að geta beitt aðferðum, verklagi og rökréttri hugsun.. HæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. HæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. er nemendamiðuð, hæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. á ýmsum námssviðum og styrkleikum hvers og eins. Leggja skal fyrir stöðumat á þessum þáttum á sterkasta tungumáli nemandans. Í móttökuviðtali skal lögð áhersla á heildræna móttöku nemenda og foreldra. Þar gefst nemanda og foreldrum tækifæri til að upplýsa skólann um þarfir, menningu og stöðu nemandans. Námsáætlun skal byggð á niðurstöðum þeirra upplýsinga og stöðumatsins. Ábyrgð á íslenskunámi nemandans hvílir á skólastjórnendum, umsjónarkennurum, íslenskukennurum, öllum öðrum kennurum og foreldrum og þessir aðilar þurfa að vinna saman til að námið verði markvisst. Eins er brýnt að annað starfsfólk sem kemur að námi eða frístundastarfi nemandans sé upplýst um hæfni hans í íslensku og taki þátt í að styðja við íslenskunámið og virkni nemandans í skóla- og frístundasamfélaginu. Óformleg menntun og þátttaka í skipulögðu frístunda-starfi stuðlar að því að styrkja hæfni nemenda í íslensku, efla félagsleg tengsl og auka virkni þeirra og hæfni.

Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans skal gera sér far um að kynnast heimamenningu nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Skólakerfið í upprunalandinu getur verið að einhverju leyti ólíkt því íslenska og mögulega hefur orðið rof á skólagöngu nemandans um einhver ár. Samskipti skólans við foreldra þurfa að vera regluleg og skýr og einkennast af trausti og gagnkvæmri virðingu og miðast að því að ná sameiginlegri sýn um menntun barna í íslensku skólakerfi.

Mikilvægt er að foreldrar með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn fái góða kynningu á skólanum og íslensku skólakerfi, t.d. væntingar um samstarf heimilis og skóla. Foreldrar skulu fá greinargóðar upplýsingar um námsstöðu barna sinna, framfarir og stuðning sem þeim er veittur. Einnig ber skólanum að fræða foreldra um kosti þess að halda við og rækta móðurmál barnanna. Þeir skulu upplýstir um leiðir sem þeir geta sjálfir farið til að styðja við nám barna sinna, lögum samkvæmt. Einnig fái þeir upplýsingar um rétt á túlkaþjónustu sem leið til að tryggja að allar upplýsingar skili sér milli skóla og heimilis.

Fjölbreyttur menningarbakgrunnur nemenda og foreldra þeirra skapar ýmis tækifæri til náms fyrir allt skólasamfélagið. Leita skal leiða til að kynna fyrir skólasamfélaginu mismunandi menningu og tungumál og stuðla þannig að gagnkvæmri aðlögun, víðsýni og þroska, til dæmis með aðkomu foreldra barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í skólastarfinu.

7.14

Fjöltyngi

Tungumál eru auðlind og að viðhalda virku fjöltyngi er hagsmunamál fyrir fjöltyngd börn og sam-félagið í heild. Fjöltyngi er lifandi og flókið félagslegt og persónulegt ferli sem snertir menningar-, félags-, vitsmuna- og námslega þætti tungumála. Tungumálaforði einstaklings er samofin heild og felur í sér alla færni í öllum tungumálum einstaklings. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við tungumálaforða barna sinna og þar með talið að styðja við nám þeirra í íslensku. Foreldrar þurfa að vera upplýstir um að viðhorf þeirra til íslensku og náms skiptir máli fyrir námsframvindu barna þeirra.

Æskilegt er að skólar og frístundaheimili móti sér tungumálastefnu sem leiðarljós fyrir starfsfólk og nemendur í daglegu starfi og samskiptum. Taka skal mið af núgildandi lögum, stefnum, aðalnámskrám og alþjóðlegum skuldbindingum. Við mótun tungumálastefnu er mikilvægt að starfsfólk ígrundi í sameiningu hvernig unnið er með fjölbreytt tungumál og komi sér saman um þær áherslur sem eiga að vera ríkjandi. Í tungumálastefnu þarf að koma fram með hvaða hætti er unnið með tungumál í samskiptum og daglegu starfi og hvaða leiðir eru nýttar til að nýta tungumálaforða nemenda sem best ásamt því að virkja og viðhalda áhuga allra nemenda á fjöltyngi.

7.15

Trúar- og lífsskoðanir í fjölmenningarsamfélagi

Mikilvægt er að nemendur fræðist um ýmis trúarbrögð og lífsskoðanir í grunnskólum í samræmi við hæfniviðmiðHæfniviðmiðSú hæfni sem nemanda er ætlað að hafa náð tökum á við lok tiltekins námstímabils.HæfniviðmiðHæfniviðmiðSú hæfni sem nemanda er ætlað að hafa náð tökum á við lok tiltekins námstímabils.hæfniHæfniHugtakið hæfni felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Hæfni sem stefnt er að í upphafi er skilgreind til að leggja grunn að heildstæðri almennri menntun. Hæfni er nemendamiðuð, hæfni er útfærð innan hvers námssviðs og námsgreinar. sem nemanda er ætlað að hafa náð tökum á við lok tiltekins námstímabils. aðalnámskrár en slíkt er mikilvægur liður í lýðræðismenntun og virðingu fyrir fjölmenningu. Í skólastarfi skal ríkja skilningur og virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum. Trúarbragða- og lífsskoðanafræðsla í fjölmenningarsamfélagi skal ávallt vera á forsendum grunnskólanáms fyrir alla nemendur. Vönduð trúarbragðafræðsla er mikilvæg í fjölmenningarsamfélagi. Þættir í slíkri fræðslu geta verið vettvangsheimsóknir til trúfélaga og að fulltrúum þeirra sé boðið í kennslustund til að fræða um trú sína og trúfélag. Vilji foreldrar að börn þeirra fræðist sérstaklega um tiltekin trúarbrögð er það á ábyrgð þeirra í frítíma barnsins að sækja slíka fræðslu og þjónustu í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra. Hið sama má segja um aðra þætti í skipulagi skólastarfs og fræðslu í tengslum við líf og starf í lýðræðislegu fjölmenningarsamfélagi. Grunnskólar skulu haga störfum sínum þannig að nemendur þurfi ekki að fá undanþágu frá ákveðnum þáttum skólastarfs vegna trúar- og lífsskoðana sinna og því ekki gert ráð fyrir slíkri undanþáguheimild. Í þessu sambandi er vísað til viðmiða Toledo sáttmálans um skólastarf og kennslu ólíkra trúarbragða og lífsskoðana frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Einnig er vísað til viðmiða frá menntamálayfirvöldum frá 2013 um samskipti skóla og trúfélaga.